Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 8

Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 8
 2. maí 2009 LAUGARDAGUR Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. júní 2009. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2009. Skráning fer fram á netinu (www.hi.is). Staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini skal komið til skrifstofu læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík, ekki síðar en 20. maí 2009. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til skrifstofu læknadeildar ekki síðar en 20. maí 2009 um að stúdentsprófi verði lokið áður en kemur að inntökuprófinu. Þegar inntöku- prófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Nánari upplýsingar um prófið og dæmi um próf- spurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands, www.laeknadeild.hi.is Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próf- lotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur auka- stöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2009 fá 48 nemendur í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í lækna- deild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í lækna- deild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Inntökupróf í læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is og í síma 411 1111 RÍKISSAKSÓKNARI Karlmaður á þrí- tugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvísleg brot. Honum er gefið að sök að hafa kveikt í bíl og hesthúsi. Einnig svikið út vörur með stolnu greiðslukorti. Samkvæmt ákæru ríkissak- sóknara eru manninum gefin að sök stórfelld eignaspjöll, með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 7. apríl 2008 borið eld að bíl sem stóð utan Kaldárselsvegar. Bifreið- in eyðilagðist. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa sömu nótt borið eld að innan stokksmunum í hesthúsi við Sörlaskeið 9, Hafnarfirði. Miklar skemmdir urðu á suðvesturhluta hússins vegna elds, hita og reyks. Hita- og reykskemmdir urðu á lofti og veggjum í hnakkageymslu húss- ins, og reykskemmdir í hlöðu og vesturhluta hússins. Í þriðja lagi er maðurinn ákærð- ur fyrir fjársvik. Hann notaði greiðslukort í eigu annars manns í fimm skipti og sveik út vörur fyrir tæpar níu þúsund krónur í versl- un Skeljungs og Snókerbarnum. Þá er maðurinn ákærður ásamt öðrum manni fyri að stela bíl og velta honum. Annað mál á hendur manninum vargnum er fyrir dómstólum nú. Í því tilviki stakk hann mann tvívegis með hnífi. - jss HESTHÚSIÐ Hesthúsið sem maðurinn er grunaður um að hafa kveikt í stendur við Sörlaskeið í Hafnarfirði. Ákærður fyrir stórfelld eignaspjöll, íkveikju og fjársvik: Sakaður um að bera eld að hesthúsi UMHVERFISMÁL Sérfræðingar á vegum Veiðimálastofnunar settu upp fiskteljara í Varmá í Ölfusi nýlega. Teljarinn er íslensk smíði frá fyrirtækinu Vöku. Búnaður- inn er staðsettur ofan við helstu hrygningarsvæði laxfiska í ánni. Teljaranum er ætlað að telja fisk á göngu upp og niður Varmá, en lág- marksstærð fiska sem hann nemur er um tuttugu sentimetrar. Umtalsverður fiskdauði varð í Varmá í nóvember 2007 þegar mikið magn af klór lak til árinn- ar frá sundlauginni í Laugarskarði í Hveragerði. Seiðarannsókn- ir í fyrra bentu til þess að seiða- búskapur árinnar væri á uppleið eftir slysið, en litlar upplýsingar liggja enn fyrir um ástandið hjá stærri fiski. Vonir standa þó til að upplýsingar úr teljaranum muni bæta þar verulega úr. - shá Sérfræðingar Veiðimálastofnunar rannsaka lífríkið: Fiskteljari settur í Varmá FRÁ VARMÁ Áin hefur sérstöðu á Íslandi og rannsóknir standa yfir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.