Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 29

Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 29
Um það leyti er vinir syst-kinanna á Kambsvegi 32 voru að læra að hjóla án hjálpardekkjanna voru þau farin að bruna um á litlu mót- orhjóli. Öll hafa þau lært taktana á sömu litlu Hondunni sem var keypt fyrir elsta drenginn þegar hann var fimm ára. Þá var áhugi hans reyndar kviknað- ur fyrir löngu. „Torfi var búinn að kaupa sér fyrsta hjólið þegar Freyr var tveggja ára. Á þeim tíma bjuggum við á Ítalíu þar sem mótorhjól eru á hverju götuhorni. Freyr skreið upp á hvert einasta hjól sem hann sá og fékk að prófa,“ segir mótorhjólamamman Sigur- laug. Þann titil ber hún vel, enda er hún enginn eftirbátur annarra fjölskyldumeðlima þegar kemur að hjólunum. Á sumrin sést hún bruna um götur Reykjavíkur á Ducati-götuhjóli og hún er stuðn- ingsmaður sonar síns númer eitt Öll fjölskyldan á mótorhjólum Hjónin Sigurlaug Jónasdóttir og Torfi Hjálmars- son búa við þann lúxus að þurfa aldrei að glíma við unglingana sína um það hvað eigi að gera í sumarfríinu. Öll fjölskyldan er á kafi í mótor- sporti og þegar frítími gefst eru allir sammála um hvernig er best að eyða honum: Á hjólunum úti í sveit. Barnaafmælið Litríkt barnaafmæli við heima smíðað langborð. SÍÐA 6 maí 2008 fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] Mótorhjólabörn Sólveig, Sigrún og Freyr. Listasöfn Börn eru skemmtilegir og áhugasamir gestir listasafna. SÍÐA 2 MENNINGARHÁTÍÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VELKOMIN 9. - 15. MAÍ FRAMHALD Á SÍÐU 4 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.