Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 30
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Vera Einarsdóttir skrifar Ævintýraþrá, auðugt ímyndunarafl og fífl-dirfska eru atriði sem lýsa mínum karakter einna síst. Ég telst víst með eindæmum regluföst, raunsæ og ferköntuð. Eins æsispennandi og þessir eiginleikar hljóma þá smitast þeir yfir í flestar daglegar athafnir og þar með talið yfir í uppeldið. Það einkennist á köflum af kæfandi umhyggju, hræðsluáróðri um allar mögulegar og ómögulegar hættur og fram úr hófi raunsæjum útskýringum á öllu milli himins og jarðar. Til allrar hamingju er betri helmingur á heim- ilinu sem er talsvert léttúðugri en ég og á hann eflaust ríkan þátt í því að sjö ára sonur okkar er ekki taugatrekktari en raun ber vitni. Faðir hans slær á létta strengi og fær drenginn til að hlæja að tiktúrunum í móður sinni. Hann fer með honum í stríðsleiki í tölvunni og leyfir honum að vera húfu- laus og á peysunni í nístingsfrosti. En umrætt raunsæi er nú farið að valda mér nokkrum vandræðum í uppeldinu enda hrökkva spurningar um stórt sem smátt af vörum drengs- ins á hverjum degi. Ég bregð því yfirleitt fyrir mig að svara eins og ég sé að lesa upp úr orðabók en átta mig svo á því að ég er að tala við barn en ekki jafnaldra minn. Eftir útskýringar mínar á upphafi mannkyns eða öðrum sólkerfum er drengurinn oft ekkert nema augun og skelfingarsvipurinn leynir sér ekki. Ekki nema furða að hann sé stundum stressaður og þykir sumum nóg um hvað hann er farinn að líkjast móður sinni í háttum. Ég bind þó vonir við að hann næli sér í fleiri karaktereinkenni föðurins um leið og ég reyni að sitja á mér. Ég verð þó að játa að ég á langt í land með að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Ég á til dæmis skelfilega erfitt með að halda sögum um jólasveina, tannálfa og aðrar furðuverur sem sækja manna- börnin heim til streitu og þarf að hafa mig alla við til að halda mér saman og leyfa barnslegu sakleys- inu að blómstra. Þegar tennurnar fóru hins vegar að hrynja úr barninu tók ég strax þá afstöðu að segja blákaldan sannleikann: „Það er ekki til neinn tann- álfur sem kemur og gefur þér eitthvað fallegt í stað- inn fyrir tönnina. Það eru mamma og pabbi sem gera það.“ Það er svo bara spurning hvenær hann fer að leggja saman tvo og tvo. Nú þegar svínaflensufaraldur geisar rifjast svo upp fyrir mér hræðsluáróðurinn sem ég viðhafði þegar fuglaflensa tók sig upp hér um árið. Þá vorum við búsett í Svíþjóð og mátti drengurinn varla fara út úr húsi. Þegar frænka hans tók sig svo til og sparkaði fótbolta upp til himins tók drengurinn and- köf af ótta við að boltinn kæmi smitaður til baka og hrópaði: „Passaðu þig á fuglaflensunni.“ Atvikið varð vitaskuld að aðhlátursefni í fjölskyldunni. Fyrir vikið hef ég farið mér hægt í svínaflensu- umræðunni og ekki minnst á hana einu orði. BARNVÆNT Laugardalurinn Í miðri Reykja- vík er mikill sælureitur þar sem Laugardalurinn er. Einstaklega skjólgóður og skemmtilegur fyrir útivist fjölskyldunnar hvaða dag vikunnar sem er. Í Laugardalnum er hægt að skoða Grasagarðinn og spóka sig í skrúðgarðinum. Þvotta- laugarnar vekja verðskuldaða athygli ungviðisins, við minnismerki þar er að finna gamlar myndir frá þeim tíma er þær voru í notkun sem gaman er að skoða. Svo slær heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn auðvitað alltaf í gegn. Garðurinn er opinn alla daga frá klukkan tíu til fimm og þar er nóg að skoða fyrir unga sem aldna, íslensku húsdýrin, seli og fiska. Þegar dýraskoðun lýkur er svo nóg af tækjum fyrir krakka að skemmta sér í. Verð fyrir börn eldri en fjögurra ára er 400 krónur en unglingar þrettán ára og eldri borga 500 krónur í aðgangseyri. Eldri borgarar fá hins vegar frítt í garðinn og því ódýr skemmtun fyrir afa og ömmur að fara með barnabörnin í heimsókn þangað. Það er mikilvægt að kenna krökk-um að nýta þann vettvang sem söfn eru,“ segir Alma Dís Kristinsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Listasafns Reykjavík- ur. „Og það er engin ein rétt leið til þess að skoða sýningar. Oft eru krakkar mjög opnir og næmir fyrir listsýn- ingum og koma með skemmtilegar tengingar. Skemmti- legustu heimsóknirn- ar eru þegar krakkar koma fullir fordóma á safnið, halda að þeim finnist leiðinlegt en finnst svo gaman.“ Alma Dís tekur oft í starfi sínu á móti skóla- krökkum og hefur því reynslu af því að tala við hópa barna um myndlistarsýningar. Slík safna- fræðsla er þó aðeins hluti starfans því að markmið safnanna er að ná til barna og fjölskyldufólks með ýmsum öðrum hætti. Á Kjarvalsstöðum er til dæmis alltaf sýn- ing sem er sett upp sérstaklega fyrir börn og tengist þá gjarnan þeirri sýningu sem er í gangi. Þá má benda á að í Hafnarhúsinu er núna í gangi sýning Ilmar Stefánsdóttur Erró Myndaspil en lista- konan hefur þar búið til stóra myndakubba úr verkum Errós. En Alma segir það alls ekki nauðsynlegt að sérstakar sýning- ar fyrir krakka séu í boði til þess að þau njóti heimsóknar á safn. „Við viljum meina að allir geti skoðað sýningarnar og ef að full- orðnir og börn koma saman þá er skemmtilegt að leyfa börnunum að ráða ferðinni,“ segir Alma Dís sem að bendir á að á söfnunum liggi frammi bæklingur sem sé sniðugt fyrir foreldra að glugga í; Hvað er svona skemmtilegt við safn? „Hugmyndin er sú að krakkar og full- orðnir séu jafngildir sýningargestir, þau megi ráða ferðinni og velja sér það sem þeim þykir áhugavert. En auðvitað verða þau að virða reglur safnsins, eins og að ekki má snerta listaverkin.“ Frítt er inn á umrædd söfn og segir Alma að það sé um að gera fyrir fjöl- skyldur að koma oft og kynnast söfnunum smám saman. „Listasöfn eru spennandi vettvangur til að læra. En þau eru líka góður vettvangur til að eiga dýrmætar samverustundir með fjölskyldunni. Það eru til rannsóknir sem benda á að þau gefi rými og næði til þess að ræða ýmis málefni ótengd safninu sjálfu og þannig verði til verðmætar stundir í uppeldinu.“ - sbt Vettvangur til að upplifa, læra og ræða málin Börn og fullorðnir eru jafngildir safngestir, segir Alma Dís Kristinsdóttir á Listasafni Reykjavíkur. Hún hvetur fjölskyldur til þess að setja ferðir á listasöfn á dagskrá hjá sér. Krakkar eru opnir og næmir gestir sem hafa oft annað sjónarhorn en fullorðnir. Engin ein aðferð er rétt við að skoða listaverk. Líf og fjör Krakkar úr Hlíðaskóla skoða myndakubba Ilmar Stefánsdóttur undir leiðsögn Ölmu Dísar Kristinsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ferkantað uppeldi Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is KAUPAUKI Hverju setti af vindúlpu og buxum fylgja stígvél* *meðan birgðir endast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.