Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 32
4 fjölskyldan
þegar hann er að keppa í mótor-
krossi. Eiginmaðurinn á heimil-
inu er sennilega sá forfallnasti af
þeim öllum og á bæði götu- og tor-
færuhjól af öllum toga.
Keppir á alþjóðamótum
Áhugi Freys á mótorhjólum hefur
síst minnkað með árunum og
í dag eiga þau hug hans allan.
Hann keppir í mótorkrossi fyrir
Kawasaki-liðið og Bílanaust er
stuðningsaðili þess. Hann hefur
hampað Íslandsmeistaratitli
tvisvar og keppt á alþjóðamót-
um. Freyr segir mótorkrossið,
sem fer fram í stuttri hringlaga
braut með stökkpöllum og kröpp-
um beygjum, bæði ótrúlega
skemmtilegt og reyna verulega á
úthald og styrk. „Þetta er svolít-
ið „hardcore“, maður fær drullu
upp í sig og getur ekki andað í
tuttugu mínútur á meðan maður
er að klára brautina.“ Blaðamanni
finnst lýsingin hljóma heldur ógn-
vekjandi. Þegar Freyr lýsir því
hvernig þrjátíu manns mætast í
einni beygju á ógnarhraða segir
mamman: „Það er sko langmest
spennandi!“ Það er ekki á henni að
heyra að hún óttist um krakkana
sína í brautunum. „Þau eru svo vel
varin, með hálskraga, nýrnabelti
og allan mögulegan búnað. Það er
ekki startað nema allt sé örugg-
lega í lagi. En æsingurinn verður
samt stundum svo yfirþyrmandi
að ég verð örmagna af spennu. Þá
þarf ég skyndilega að sýsla eitt-
hvað annað, eins og að hella upp
á kaffi.”
Endúró frekar en mótorkross
Systurnar Sigrún og Sólveig, fjór-
tán og tíu ára, eru fullar stolts yfir
afrekum bróður síns. Þær eru þó
líka á kafi í sportinu og eiga báðar
sín eigin hjól. „Mér finnst endúró
langskemmtilegast,“ segir Sigrún.
Það snýst um að keyra á löngum
og þröngum slóðum sem lagðir
eru í náttúrulegu umhverfi. „Mér
finnst nefnilega skemmtilegra að
keyra í náttúrunni en á brautum.
Og ég hef heldur engan sérstak-
an áhuga á að keppa.“ Yngri syst-
ur hennar, Sólveigu, finnst hvort
tveggja jafn skemmtilegt. Henni
finnst gaman að keyra í braut-
um og er að melta það með sjálfri
sér að keppa þegar hún verður
eldri. Og hún verður ekkert bara
að keppa við stráka, enda margar
stelpur farnar að stunda sportið.
„Í dag eru um þrjátíu stelpur að
keppa. Sumar þeirra eru orðn-
ar svo góðar að maður sér ekki
mun á þeim og strákunum,“ segir
Sigurlaug.
Þegar fjölskyldan byrjaði í
mótor sportinu voru ekki margir
sem deildu áhuga hennar. Í dag
hefur það heldur betur breyst og
hjóla nú í kringum þrjú þúsund
manns í frístundum. Í takt við auk-
inn fjölda iðkenda hefur aðstað-
an snarbatnað og er fjölda góðra
brauta að finna víða um land.
„Við höfum fengið alveg frábærar viðtökur og það er
greinilegt að það var þörf fyrir svona skóla,“ segir
Örn Sævar Hilmarsson. Hann og æfingafélagi hans,
Aron Ómarsson, stofnuðu Motocross-skólann hinn 9.
janúar á þessu ári. Þeir ákváðu að ráðast í rekstur-
inn eftir að hafa haldið nokkur námskeið sem
gríðarleg aðsókn var í.
Þeir Örn og Aron bjóða bæði mótorkross
og endúró-námskeið fyrir unga sem aldna,
stelpunámskeið, byrjendanámskeið,
krakkanámskeið og líkamsræktarnám-
skeið sem miða sérstaklega að því að
koma þátttakendum í form fyrir átökin á
hjólinu.
Námskeiðin fara fram í einhverri þeirra
fimm brauta sem eru í nálægð við Reykjavík.
Vinsælast er að vera í Bolöldu, til móts við
Litlu kaffistofuna, þar sem aðstaðan er best.
Staðsetningin stjórnast þó algjörlega af veðri
og ástandi brauta.
Aron ráðleggur þeim sem eru að byrja að
fara á einkaþjálfunarnámskeið. „Þau henta
sérstaklega vel fyrir byrjendur. Flestir sem
hafa mætt á þau námskeið ná mjög góðum
árangri á stuttum tíma. Þetta er bara svipað
og með aðra líkamsrækt, einkaþjálfunin skilar
bestum árangri á stystum tíma.“
Skólinn útvegar þeim hjól sem ekki eiga slíkt
sjálfir. Svo eru þeir með ljósmyndara á sínum
snærum svo nemendur geta keypt mynd af sér á
diski á námskeiði loknu. Frekari upplýsingar um
skólann er að finna á vefsíðunni www.mxs.is. - hhs
Lært að hjóla í mótorhjólaskóla
ÞESSU FYLGJA svo margir góðir kostir. Við erum til
dæmis saman flestar helgar á sumrin, keyrum um landið
og leitum uppi gamla slóða eftir bændur og búalið,“
E
IN
N
, T
V
E
IR
O
G
Þ
R
ÍR
2
48
.1
02
fjölskyldusport
hjólum saman um landið ...
Litla systir Sólveig er tíu ára en hún
byrjaði að keyra mótorhjól sex ára.
Í fullum skrúða Sigurlaug og Sólveig
fylgjast með Frey fyrir keppni.
FRAMHALD AF FORSÍÐU
ÖRYGGIÐ FYRST Fáar íþróttagreinar krefjast eins mikils hlífðarbúnaðar og torfæruvélhjólaakstur.
Góður hjálmur, hálskragi, brynja, hnéhlífar, hlífðarvettlingar og góðir skór eru nauðsynjar sem allir sem
ætla að stunda sportið fyrir alvöru þurfa að eignast. Nokkrar verslanir sérhæfa sig í búnaði fyrir mótó-
kross, meðal annars Púkinn, JHM Sport, Nítró og MX Sport.
Feðgar Torfi er sjaldan
langt undan þegar
Freyr er að keppa.
Freyr á flugi Tvisvar sinnum hefur
Freyr unnið Íslandsmeistaratitil.
Íslenska liðið
Freyr keppti fyrir
Íslands hönd á
Norðurlanda-
móti árið 2005.