Fréttablaðið - 02.05.2009, Síða 35
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
SELLÓLEIKARINN Natalie Gutman verður með ein-
leikstónleika í Salnum í dag laugardaginn 2. maí. Hún leikur
þrjár sólósvítur fyrir selló eftir J.S. Bach. www.salurinn.is
Annasöm helgi er fram undan
hjá Ástu Valdimarsdóttur hlátur-
jógakennara. „Á sunnudaginn er
alþjóðlegi hláturdagurinn og því
verður helgin hjá mér að stór-
um hluta undirlögð af hlátri,“
segir Ásta, sem mun kenna opinn
hláturjógatíma í Manni lifandi
í dag frá frá 10.30 til 11.30. Á
sunnudaginn mun Hláturkæti-
klúbburinn, sem Ásta er í forsvari
fyrir, standa fyrir hláturgöngu í
Laugardalnum. „Gangan hefst
klukkan 13 við gömlu þvotta-
laugarnar og svo göngum við inn
í dalinn,“ segir Ásta en teknar
verða hláturæfingar á leiðinni,
sungið og farið í leiki.
En fá ekki sumir aulahroll við
það að hlæja upp úr þurru? „Jú,
mörgum finnst þetta asnalegt í
upphafi og því reyni ég að kynna
þetta vel fyrir fólki svo það líti
heldur á þetta sem líkamsrækt.“
Við biðjum Ástu að segja aðeins
frá hláturjóga. „Hláturjóga er
aðferð sem þróuð er af indverska
lækninum dr. Madan Kataria.
Það er sambland æfinga og jóga-
öndunar og byggist á þeirri vís-
indalegu staðreynd að hvort sem
hlegið er vegna ytra áreitis eða
af innri hvötum þá bregðist lík-
aminn eins við, og jákvæð áhrif
á hann verða þau sömu,“ segir
Ásta en hláturinn á að hafa bæt-
andi áhrif á andlega og líkam-
lega líðan, samskipti við aðra
og sjálfsmat fólks sem stundar
þær.
En hver er tilgangurinn með
hláturdegi? „Þetta er hugsjón
sem miðar að því að stuðla að
friði manna á milli í heiminum
með því að fólk hlæi með hvert
öðru,“ svarar Ásta og innt eftir
því hvort hún sjálf hljóti ekki að
vera yfirmáta hamingjusöm fyrst
hún sé síhlæjandi svarar hún því
til að hún finni æ oftar fyrir ham-
ingjutilfinningu og finnist lífið
dásamlegt. Hún viðurkennir þó
að eiga líka sínar dökku hliðar.
„Stundum gleymi ég að hlæja
og verð leið en þá hugsa ég bara
aftur um það að brosa og hlæja
og lífið brosir við mér á ný,“ segir
Ásta og hlær eins og vera ber.
Ásta ætlar þó ekki að liggja í
hláturkasti alla helgina. Ýmis-
legt annað er á döfinni. „Ég ætla
að fara í sund á morgnana eins
og mér finnst oft gott að gera
og reyna svo að komast eitt-
hvað meira út í náttúruna. Svo
var ég líka búin að lofa vinkonu
minni að hjálpa henni að flytja,“
segir Ásta, sem nýtur þess einn-
ig að eyða sem mestum tíma með
barnabörnunum enda klárt að
það veitir ekki síður hamingju
en hláturinn. solveig@frettabladid.is
Hlátrasköll í Laugardal
Alþjóðlegi hláturdagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim á sunnudaginn. Hér á landi mun Hlátur-
kætiklúbburinn, undir stjórn Ástu Valdimarsdóttur, efna til hláturgöngu í Laugardalnum.
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari hlær hjartanlega enda skemmtileg helgi fram undan hjá henni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Léttar og sumarlegar herra-
mokkasíur úr leðri, skinn-
fóðraðir og með sterkum
slitsóla.
litir: espresso, cognac,
sahara og svart
stærðir: 40 - 46
verð: 14.700 -
Hefur flú starfa› í greininni í fimm ár e›a lengur
og getur sta›fest fla› me› opinberum gögnum?
Viltu ljúka námi í pípulögnum?
Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur
í síma 590-6400, frekari uppl‡singar er jafnframt hægt a› sko›a
www.idan.is.
Einnig er hægt a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is
Samskonar verkefni er veri› a› vinna í málarai›n, vélvirkjun,
stálsmí›i, blikksmí›i og húsasmí›i.
Hófst flú nám í pípulögnum
en laukst flví ekki?
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
26
.0
0
4
Ebba fræðir okkur um það hvernig hægt er að útbúa einfaldan og
næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri.
Námskeiðið nýtist líka þeim sem eru með eldri börn.
Upplýsingar og skráning eru í síma 694-6386 eða á netfanginu:
ebbagudny@internet.is. Verð 3.500 kr
Hvað á ég að gefa
barninu mínu að borða?
Námskeið með Ebbu Guðnýu í Yggdrasil
Miðvikudagana 6. og 27. maí
kl. 20:00-22:00
Tvö námskeið í verslun Yggdrasils, Skólavörðustíg 16
Farið verður yfir hvernig á að meðhöndla og búa til
rétti sem innihalda :
Ávexti og grænmeti
Heilt korn eins og quinoa, hirsi, hafra, spelt o.fl.
Baunir, kaldpressaðar olíur, möndlumauk, tahini,
möndlur og fræ.
Veglegt uppskriftar- og fróðleiks-
hefti fylgir með námskeiðinu.