Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 42
2. maí 2009 LAUGARDAGUR8
Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs
Sveitarfélagið Garður óskar eftir að ráða bæjarstjóra sem
getur tekið til starfa sem fyrst. Um er að ræða tímabundna
ráðningu út yfi rstandandi kjörtímabil.
Starfssvið bæjarstjóra:
• Framkvæmdarstjórn sveitarfélagsins og hagsmunagæsla
þess.
• Vinna við framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af
bæjarstjórn.
• Yfi rumsjón með rekstri og starfsmannahaldi bæjarins.
• Samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af stefnumótun, rekstri og stjórnun.
• Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi .
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og áhugi á uppbyggingu bæjarfélagsins.
• Þekking á stjórnsýslu og sveitarstjórnarmálum æskileg.
Sveitarfélagið Garður er á Suðurnesjum vestast á Reykja-
nesskaganum. Á Garðskaga er byggðasafn og veitinga-
staður, hvítur skeljasandur í fjörunni og Garðskagaviti sem
stendur vaktina. Sveitarfélagið varð 100 ára árið 2008.
Íbúar eru um 1.550 talsins og er áhersla lögð á fjölskyldu-
vænan íþrótta- og skólabæ. Í Gerðaskóla eru um 250
grunnskólanemendur og um 90 leikskólabörn á leikskól-
anum Gerfnarborg. Starfsmenn bæjarins eru 100 talsins.
Upplýsingar um bæinn er að fi nna á heimasíðu hans
www.svgardur.is og á bæjarskrifstofunni í síma 422 7150.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Garðs að Sunnu-
braut 4, 250 Garður eða á netfangið gardur@svgardur.is eigi
síðar en 8. maí 2009. Upplýsingar um starfi ð veitir Oddný
G. Harðardóttir bæjarstjóri í síma 892 3465, netfang: odd-
ny@svgardur.is og Laufey Erlendsdóttir forseti bæjarstjórnar,
sími 898 0999, netfang: laufey@gerdaskoli.is.
Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga verður haldinn 6. maí n.k. kl. 17:00 í húsnæði
félagsins að Suðurlandsbraut 22.
Efni fundarins er:
1. Kosning í stjórn Reykjavíkurdeildar.
2. Önnur mál.
Formaður Reykjavíkurdeildar er sjálfkjörinn í stjórn Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kosin verður á aðalfundi
félagsins 12. maí. n.k.
Í Reykjavíkurdeild, sem nær yfi r Reykjavík, Kópavog, Garða-
bæ, Bessastaðahrepp, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Kjósarsýslu
og Seltjarnarnes, eru 2.572 hjúkrunarfræðingar af 3.451
félagsmönnum sem teljast til svæðisdeildanna níu.
Stjórn Reykjavíkurdeildar
TB
W
A
\R
EY
KJ
A
V
ÍK
\
S
ÍA
Reiknistofnun Háskóla Íslands
auglýsir þrjú störf
Reiknistofnun sér um alla hugbúnaðargerð skólans. Stofnunin er vel staðsett þjónustu-
stofnun í mjög fjölbreyttu rekstrarumhverfi . Hugbúnaðarumhverfi ð er Windows, Unix,
Linux, MacOSX. Áhersla er lögð á hátækni og símenntun í starfi . Í boði eru áhugaverð og
krefjandi störf þar sem sjálfstæði og skipulagshæfi leikar fá að njóta sín.
Verkefnis- og gæðastjóri ytri vefs
Leitað er að áhugasömum einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfi , reynslu af
vinnu við og innleiðingu stórra vefja. Reynsla af verkefnis-, mannauðs- og gæðastjórnun
stórra vefverkefna er kostur.
Sérfræðingur í hönnun vefja fyrir ytri vef
Leitað er að áhugasömum einstaklingi með reynslu af hönnun vefja og forritun í HTML
og CSS-kóðun ásamt vinnu við stóra vefi . Reynslu af grafískri vinnslu er krafi st. Sérmennt-
un á þessu sviði er kostur.
Þjónustufulltrúi á þjónustuborði Reiknistofnunar
Leitað er að áhugasömum einstaklingi með reynslu af vinnu við stóra vefi og vefumsjón-
arkerfi . Krafi st er reynslu af aðgengisstýringum og prófunum vefkerfa, og háskólamennt-
unar sem nýtist í starfi .
Hæfi leikar í mannlegum samskiptum og hópstarfi ásamt sjálfstæðum vinnubrögðum er
nauðsynlegt í öll störfi n auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu.
Umsóknafrestur er til 18. maí.
Sjá nánar á www.starfatorg.is og
www.hi.is/is/skolinn/laus_storf
Ungbarnaleikskólinn Bjarmi
Ungbarnaleikskólinn Bjarmi í Hafnarfi rði auglýsir
laust til umsóknar starf leikskólakennara.
Í leikskólanum er unnið með fl jótandi námskrá og dag-
skipulag, uppeldisfræðilegar skráningar og teymisvinnu
kennara. Hver kennari er lykilpersóna fyrir fjögur börn.
Hugtökin umhyggja og virðing eru höfð að leiðarljósi og
áhersla er lögð á skapandi starf og tónlist.
Hægt er að sækja um starfi ð á heimasíðu skólans
http://www.leikskolinn.is/bjarmi. Einnig er hægt að senda
umsókn ásamt starfsferilsskrá á netfangið bjargir@gmail.com
Nánari upplýsingar veita Helga Björg í síma 690
2709 og Svava Björg í síma 695 3089
Tilkynningar
Auglýsingasími
– Mest lesið
5