Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 49

Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 49
fjölskyldan 5 Besta fjölskyldusportið Sumir foreldrar súpa hveljur við tilhugsunina um barnið sitt keyr- andi um á mótorhjóli. En ekki þau Sigurlaug og Torfi, sem segja mótorkrossið með betra fjöl- skyldusporti sem völ er á. „Þessu fylgja svo margir góðir kostir. Við erum til dæmis saman lang- flestar helgar á sumrin, keyrum um landið og leitum uppi gamla slóða eftir bændur og búalið,“ segir Sigurlaug og bætir við að að sjálfsögðu sé þess gætt að fara aldrei utan vega þar sem ekki má hjóla. „Verslunarmannahelgin er ekkert vandamál hjá okkar ungl- ingum, við höfum eytt þeirri helgi saman á mótorkrossmótum alla þeirra ævi.“ Systkinin eru öll staðráðin í því að þegar þau eignast sjálf sína eigin fjölskyldu verði mótorkross- ið áfram þeirra fjölskyldusport. „Ég myndi miklu frekar setja barnið mitt á mótorhjól, þar sem það er vel varið og fylgst með því, heldur en að hleypa því út á götu í Reykjavík á hjólinu sínu með ekk- ert nema hjálm á hausnum,“ segir Freyr að lokum, áður en hann rýkur út á æfingu. - hhs V IS S IR Þ Ú ? ... vinsældir torfæruvélhjólaakst- urs hafa stóraukist á undanförn- um árum. Í dag stunda um þrjú þúsund manns sportið. Þeirra á meðal er mikið af fjölskyldufólki sem hefur aksturinn að lífsstíl. ... það er kallað mótorkross þegar keyrt er í stuttri hringlaga keppnisbraut með manngerðum stökkpöllum og kröppum beygjum. ... endúró er hins vegar frekar nokkurs konar þolakstur, þar sem keyrt er á lengri brautum eða slóðum úti í náttúrunni. ... að brautirnar í kringum höfuðborgarsvæðið eru svo vel sóttar að þar eru jafnan tugir manns, sama hvenær er dags. ... aðstaðan þykir best í Bolöldu, til móts við Litlu kaffistofuna. Hinar brautirnar eru í Álfsnesi, MotoMos í Mosfellsbæ og Sólbrekka í Grindavík. Brautin í Þorlákshöfn er svo aðal vetrarbrautin. ... brautir er að finna úti um allt land, meðal annars á Selfossi, Hólmavík, Ólafsvík, Akureyri, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði. M YN D IR Ú R EI N KA SA FN I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.