Fréttablaðið - 02.05.2009, Síða 53

Fréttablaðið - 02.05.2009, Síða 53
LAUGARDAGUR 2. maí 2009 29 veiðimanna að setja í stórlúð- ur við strendur Íslands. Einnig er mjög eftirsóknarvert að veiða steinbít og stóra þorska. Stórlúð- urnar koma upp að landgrunnin- um á vorin og þá geta menn sett í hrikalegar stórlúður fyrir utan Vestfirðina og stundum á ólíkleg- ustu stöðum. Þetta er annað sum- arið mitt sem sjóstangaveiðileið- sögumaður fyrir Fisherman en ég er borinn og barnfæddur Súgfirð- ingur (fæddur 1965) og átti hér heima í 30 ár en fluttist í Kópavog fyrir um 14 árum síðan. Á haust- in hef ég síðan boðið íslenskum og erlendum gæsaskyttum upp á gæsaveiði víða um landið með ágætis árangri.“ Villibráðarveisla í hæsta gæðaflokki Það voru ánægðir veiðimenn sem sigldu inn Súgandafjörð eftir tíu tíma úthald. Siglt var yfir Djúpið og gaf þá á bátinn en í Aðalvík var skjól af fjöllum og var stórbrotið að sjá frá sjó. Afskaplega afskekkt vík en sögufræg því þarna tók Friðrik Þór Friðriksson Börn nátt- úrunnar að hluta. Gert var að afl- anum um borð en miklu skiptir að hamfletta fuglinn sem fyrst svo kjötið taki ekki í sig lýsisbragð af hamnum og þá ekki síður innyflum – fiski sem fuglinn nærist á. Og kom á daginn að meistaraskyttan Róbert reyndist meistarakokkur einnig. Hann segir að ekki skipti síður máli þegar veiðimennska er annars vegar að kunna að neyta bráðarinnar. „Talisman er sjávarréttaveit- ingastaður en ég hef sjálfur verið að elda villibráð fyrir sérhópa samkvæmt óskum viðskiptavina. Þá gjarnan blanda ég villibráð og fiskmeti saman eins og eftirfar- andi matseðill sýnir glögglega,“ segir Róbert sem má að ári búast við heimsókn þess sem hér skrif- ar. Ferðamennska mun aukast innanlands Ferðaþjónusta er eitt þeirra lykil- orða sem heyrðust mjög í kosn- ingabaráttunni í tengslum við atvinnumál. Ekki að ófyrirsynju. Menn búast við verulegri aukningu ferðamannastraums innanlands sem þó hefur verið í sókn undan- farin ár. Hörmuleg staða krónunn- ar þýðir að ekki er fýsilegt fyrir Íslendinga að ferðast til útlanda og búast má við auknum straumi ferðamanna til Íslands. Ólöf Ýrr Atladóttir er ferðamálastjóri Íslands og hún segir rétt að fólk í ferðaþjónustu vonist eftir veru- legri aukningu. „En fæst orð bera minnsta ábyrgð. Við vinnum fag- lega og nú er verið að vinna könn- un á væntingum innan íslensku ferðaþjónustunnar. Hvað ætla landsmenn að gera? Hvað vænt- ingar hafa þeir til íslenskrar ferða- þjónustu? Niðurstaðan getur orðið til leiðbeiningar fyrir ferðaþjón- ustuna. Við sjáum að dregið hefur úr framboði hjá þeim sem ferja fólk til útlanda sem gefur til kynna að landinn ætli að horfa sér nær í sínum ferðalögum. Og forvitnilegt verður hvernig fólk skipuleggur stóru sumarfríin sín.“ Vestfjarðakjálkinn er af mörg- um óuppgötvuð perla. Hring- vegurinn liggur einhvern veginn þannig að menn hafa brunað þar hjá. „Já, það er planið að breyta því,“ segir Jón Páll Hreinsson framkvæmdastjóri Markaðsskrif- stofu Vestfjarða. Hann segir menn í ferðaþjónustu á Vestfjörðum líta björtum augum til sumarsins. Bók- anir hafi gengið mjög vel. „Menn eru bjartsýnir og eru tilbúnir að taka á móti fólki. Nú eru sá tími að fólk er að skipuleggja sumarið og hér fyrir vestan eru menn að und- irbúa sig; mála, græja, helluleggja – já, menn eru viðbúnir því að það verði nóg að gera.“ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Róbert segir Þjóðverjana snillinga við sjóstangveiðar og Íslendingar geti margt af þeim lært. Draumurinn er að setja í stórlúðu en menn eru einnig að veiða risavaxinn þorsk og hlýra – og lítil ástæða til að fúlsa við slíkum feng. ÞÝSKU SJÓSTANGVEIÐIMENNIRNIR ERU NÍSKIR SNILLINGAR SEM ÍSLENDINGAR GETA ÝMISLEGT LÆRT AF FENGURINN Þeir voru ánægðir veiði- félagarnir með fenginn en alls féllu um tvö hundruð fuglar. CINTAMANI EYGLÓ Dúnúlpa með hettu og ekta loðkraga. Fylling er 95% dúnn og 5% fiður sem gerir úlpuna létta og hlýja. CINTAMANI HARALDUR Klassískur herrajakki með Cordura® styrkingu á öxlum og undir ermum. Gerður úr vatns- og vindheldu Teflon húðuðu No Wind® efni frá Pontetorto®. CINTAMANI SKÓR Hallveig og Hallmar. Skór með Green Diamond sóla. Green Diamond sólarnir hafa gríðarlegt grip sem byggist á þú- sundum lítilla grófkorna sem eru innbyggð í sólann. CINTAMANI ARNA Mjúk, vindheld skel úr No Wind® efni frá Pontetorto® á Ítalíu. Teflon húðun. CINTAMANI UNNDÍS Mjúk, vindheld skel úr No Wind® efni frá Pontetorto® á Ítalíu. Teflon húðun. CINTAMANI HALLUR Vindheldur jakki með Teflon húðun, úr B3.knt® efni frá Lanificio Becagli®. OPIÐ: 10-18 MÁN – FÖST. 11-16 LAUGARD. AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ S. 533-3811 Rey kja nes bra ut kapl akri ki 15.990.-áður 29.990.- 14.990.-áður 29.990.- SPJARAÐU ÞIG 7.990.-áður 12.990.- 10.990-áður 22.990.- 10.990.-áður 22.990.- 10.990.-áður 24.990.-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.