Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 58

Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 58
34 2. maí 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is JÓN BÖÐVARSSON ÍSLENSKU- FRÆÐINGUR ER SJÖTÍU OG NÍU ÁRA Í DAG. „Meira að segja við, þessir gömlu karlar, vorum einu sinni ungir.“ Jón Böðvarsson var skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er þekktur fyrir fyrirlestra og námskeið um ís- lensku fornsögurnar. MERKISATBURÐIR 1615 Þrettán skip farast og átta- tíu menn drukkna í aftaka- veðri á Breiðafirði. 1822 Tuttugu og tveir erlendir skipbrotsmenn af tveimur skipum sem höfðu farist í hafís komast til lands á Austurlandi. 1897 St. Paul, franskt spítala- skip, strandar við Klöpp í Reykjavík en næst út. 1945 Sovétmenn lýsa því yfir að Berlín sé fallin í hendur þeirra. 1957 Tvær nýjar millilandaflug- vélar, Hrímfaxi og Gullfaxi, koma til landsins. 1968 Maíuppþotin í París hefj- ast. 1992 Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, undir- ritar samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. Vígsla virkjunar- innar við Búrfell fór fram þenn- an dag árið 1970 að viðstöddum um 600 gest- um. Hún var mesta mannvirki sem Íslendingar höfðu ráðist í og fyrsta stórvirkj- un Landsvirkj- unar, 210 mega- vött. Mest unnu tæplega 800 manns við bygg- ingu hennar og á tímabili urðu verktafir vegna skorts á vinnuafli. Vígsluræðuna flutti dr. Kristján Eldjárn forseti og með skírskotun til eyðingar byggðar í Þjórsár- dal fyrr á tímum komst hann svo að orði: „Þjóðin hefur nú endur- heimt Þjórsár- dal.“ Að ræðuhöld- um loknum ræsti forsetinn aflvél- arnar og þungur gnýr barst að eyrum gesta þegar straumur Þjórsár tók að snúa hverflum þessa stóra orku- vers. Á framhlið stöðvarhússins er stór lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson og fyrir framan það er einnig verkið Hávaðatröllið eftir hann. ÞETTA GERÐIST: 2. MAÍ 1970 Búrfellsvirkjun vígð Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Elísabet Gunnarsdóttir Ægisgötu 16, Akureyri, lést í Sjúkrahúsi Akureyrar aðfaranótt miðvikudags- ins 29. apríl. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 13.30. Hreinn Sverrisson Gunnar B. Hreinsson Vilborg Helgadóttir Guðbjörn S. Hreinsson Kalína Klópóva og barnabörn. Okkar ástkæra Guðrún Ragna Sveinsdóttir lést á Vífilsstöðum 13. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eiríkur Sigfinnsson Veronika G. Sigurvinsdóttir Björn H. Kristjánsson Páll Grétar Viðarsson Trine Ch. Andreassen Þorbjörg Gunnlausdóttir Benedikt Þór Kristjánsson Ingibjörg Lára Þorbergsd. Joao Petro Duarte og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hannes Þorsteinsson fyrrverandi aðalféhirðir Landsbanka Íslands, áður til heimilis að Melhaga 6 í Reykjavík, lést á Dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund laugardags- kvöldið 25. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkjunni í Reykjavík kl. 15.00, þriðjudaginn 5. maí. Hjörtur Hannesson Sigrún Axelsdóttir Guðrún Hannesdóttir Vilhjálmur Þór Kjartansson Una Hannesdóttir Geir Ingimarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Herdís Thoroddsen Sólheimum 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt sumardagsins fyrsta, 23. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 4. maí kl. 15.00. María Louisa Einarsdóttir Hannes Sveinbjörnsson Egill Þórir Einarsson Hlaðgerður Bjartmarsdóttir Þórunn Sigríður Einarsdóttir Halldór Árnason Sigurður Thoroddsen Jórunn Erla Sigurjónsdóttir Einarsson Margrét Herdís Einarsdóttir barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn. MOSAIK AFMÆLI VALTÝR BJÖRN VALTÝSSON fjölmiðlamaður er 46 ára. GARÐAR THOR CORTES söngvari er 35 ára. Elsta félag faglærðra kvenna á Íslandi fyllir níunda tuginn í dag. Það er Ljós- mæðrafélag Íslands sem stofnað var af tuttugu konum árið 1919. „Sá texti sem skrifaður var þá getur allt eins átt við nú,“ segir Guðlaug Einars dóttir, formaður félagsins. „En þó grunnur starfsins sé alltaf sá sami hefur margt breyst frá því í öndverðu. Mæðravernd hefur rutt sér til rúms síðustu þrjátíu til fjörutíu árin og í verkföllunum tveimur sem við háðum á síðasta ári og eru þau fyrstu í sögu félagsins, sýndum við al- þjóð fram á að ljósmæður gera fleira en að grípa fullburða, heilbrigð börn.“ Guðlaug segir afmælinu fagnað með margvíslegum hætti. „Við gefum út afmælisritið Lausnarsteinar og í gær héldum við veglega ráðstefnu en það sem hæst ber í dag er nítugasti aðal- fundur félagsins sem verður með há- tíðlegu yfirbragði. Til dæmis eru ljós- mæður hvattar til að mæta í þjóðbún- ingi. Svo er viðhafnar kvöldverður á Grand hóteli.“ Félagið hefur alltaf verið hrein- ræktað kvennafélag að sögn Guðlaugar. „Aðeins einn karlmað- ur hefur lokið námi í yfirsetufræð- um á Íslandi. Það var á átjándu öld en honum var mismunað á grunni kyn- ferðis og fékk aldrei laun fyrir sín störf,“ upplýsir hún. Sögu formlegrar menntunar ljós- mæðra hér á landi segir Guðlaug mega rekja aftur til 1760 er Bjarni Pálsson landlæknir gaf út tilskipun um að koma henni á fót. Nú eru ljósmóðurfræði eitt lengsta grunnnám sem kröfur eru gerðar um hér á landi, eða sex ár. „Árið 1982 óskaði félagið eftir að menntun ljósmæðra yrði endur skoðuð en hún fólst þá í tveggja ára námi. Ráðuneyt- in brugðust við þeirri ósk með því að skella hjúkrunarnáminu framan við,“ lýsir formaðurinn og segir lengd náms- ins fæla margar frá. Ellefu ár eru frá því Guðlaug útskrif- aðist. Hún kveðst hafa unnið fyrst sem ljósmóðir á fæðingardeild Landspítal- ans og eftir það á Ísafirði og Selfossi. Einnig í Hollandi og Danmörku. Hvað telur hún skemmtilegast við starfið? „Það sem ég fæ mesta pústið út úr er að taka þátt í þroskaferli foreldr- anna. Það er mjög gefandi. Ég er fyrst og fremst áhugamaður um að konur fái að fæða á eðlilegan hátt, eins og þær vilja sjálfar og gerir þær að sterkari einstaklingum.“ Sem betur fer eru flestar meðgöngur, fæðingar og sængurlegur eðlilegar en alltaf eru frávik frá því. Guðlaug segir mestu áskorun ljósmæðra felast í að greina réttilega þar á milli. „Nú höfum við aðstæður til að bjarga ýmsu sem ekki voru tök á áður en megum í staðinn passa okkur á að túlka ekki allt sem sjúklegt. Þess vegna þurfum við, öllum til heilla, að fjölga eðlileg- um meðgöngum og fæðingum. Það er ósk okkar á afmælisárinu að vinna að stefnumótun í því með heilbrigðisyfir- völdum.“ gun@frettabladid.is LJÓSMÆÐRAFÉLAG ÍSLANDS: VAR STOFNAÐ ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1919 Einn karlmaður hefur lokið ljósmæðranámi á landinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FORMAÐURINN Guðlaug með nýfæddan herra Guðmundsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.