Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 64
40 2. maí 2009 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Æðislega silfurlita tösku frá Soniu Rykiel. Fæst í Kisunni, Laugavegi. Varasalva úr íslenskum jurtum frá Sóley sem heitri „Kiss me“! Fiðrildanælu í skærum litum frá Soniu Rykiel. Fæst í Kis- unni, Laugavegi. Kúrekahattar, ponsjó í heitum litum, svartir kjólar með beltum og kúrekastígvél eru svöl útgáfa af sumartískunni í sumar. Línan frá franska lúxusmerkinu Hermes minnti á gamlar Clint Eastwood- myndir og spagettívestra. Með þessu útliti er tilvalið að nota leður- reimar um hálsinn, leðurbelti ýmiss konar og jafnvel skartgripi með hauskúpum. - amb KÚREKAR SUÐURSINS Mexíkósk sveifla einkenndi sumar- línuna frá Hermes SVALT Rendur og rúskinn hjá Hermes. Þessi fyrirsæta er meira að segja með vindil í stíl. SÍTRUSGRÆNT Fallegur grænn silkikjóll við kúrekahatt úr rúskinni. GLÆSILEGT Fallegur svartur kjóll við svartan hatt. > FLÓAMARKAÐUR Í KREPPUNNI Í dag verður haldinn skemmtilegur flóa- markaður sem allar tískuskvísur bæjarins ættu að kynna sér. Hann verður til húsa á Lindargötu 6 en þar verða vinkonurnar og tískudrottning- arnar Elma Lísa Gunnarsdóttir, Silja Hauksdóttir og Nína Björk Gunnarsdóttir að tæma fataskáp- ana sína. Allir eru velkomnir og tískuráðgjöf verður einnig á boðstólum ásamt heitu kaffi. RENDUR Töff samsetning af skyrtu ofan í þröngar svartar buxur við klút og kúrekahatt. KVENLEGT Flottur víður svartur kjóll með breiðu leðurbelti, sólgleraugum og hatti. Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch er meistari alls sem er skrýtið og súrrealískt og í tilefni þess að hann er mættur á klakann er vert að skoða hvaða áhrif hann hefur haft á tískuheiminn. David Lynch hafði hug á því að gerast myndlistarmaður þegar hann var ungur en eftir fimm ára listnám sneri hann sér alfarið að kvikmyndagerð. Hann gerði í framhaldinu kvikmyndir sem hafa öðlast algjöran „költ- status“ – Eraserhead, The Elephant Man, Blue Velvet og Dune sem allar hafa haft áhrif á tískuhönnuði. Eraserhead með sinn skrýtna og óhugnanlega „fifties“-stíl, þokkagyðjan Isabella Rossellini í kvenleg- um svörtum kjólum með rauðan varalit í Blue Velvet og svo auðvit- að geimfantasían Dune sem hönnuðir eins og Alexander McQueen og Nicholas Ghesquiere segjast vera innblásnir af. En nafn Davids Lynch er fyrir flestum óneitanlega samtvinnað sjónvarpsþáttunum Twin Peaks þar sem kvenpersónurnar Shelley Johnson, Audrey Horne og Donna Hayward gengu um með rauðan varalit í kynþokkafullri blöndu af hnésíðum pilsum, strigaskóm og þröngum peysum. Twin Peaks hafa ekki einungis haft áhrif á tískuhönnuði heldur veitt tískuljósmynd- urum innblástur síðustu tuttugu árin. Lynch er þó farinn að tengjast tískuheiminum á mun áþreifanlegri hátt, en hann fór til dæmis í sam- starf við franska skóhönnuðinn Christian Louboutin árið 2007 eftir að Lynch hafði beðið Louboutin um að gera „fetish“- eða blætis-skó fyrir sýningu. Í framhaldinu héldu þeir áfram „fetish“-skógerðinni og létu meðal annars búa til skó með 26 sm háum hælum sem voru sýnd- ir af kviknöktum ljóshærðum fyrirsætum. Á síðasta ári leikstýrði svo David Lynch auglýsingu fyrir Gucci-ilmvatn þar sem þrjár frægar fyrirsætur dönsuðu við Blondie-lagið Heart of Glass. Það kemur eflaust mörgum á óvart að Lynch hefur í gegnum árin leikstýrt auglýsing- um fyrir Armani, Yves Saintt Laurent, Calvin Klein og Adidas. Fyrir þá sem af einhverjum ástæðum hafa ekki enn uppgötvað þennan stór- kostlega snilling er núna kjörið tækifæri til þess að leigja alla Twin Peaks-seríuna, Eraser- head eða Mulholland Drive, bæði til þess að auðga andann og fá innblástur í fataskápinn. David Lynch og tískan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.