Fréttablaðið - 02.05.2009, Síða 70
46 2. maí 2009 LAUGARDAGUR
> LYKILMAÐURINN
Valur Fannar Gíslason hefur tekið
við fyrirliðabandi Fylkis af Ólafi Stígssyni
en hann er mikilvægur hlekkur
á miðju liðsins. Valur Fannar er
fjölhæfur leikmaður sem getur
bæði spilað í vörn og á miðju
og þá hefur hann oftar en
ekki skorað mikilvæg mörk
fyrir liðið á undanförnum
árum. Valur Fannar nær
að öllum líkundum að
spila sinn hundraðasta
deildarleik fyrir Fylki
snemma sumars.
FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FYLKI 7. SÆTINU Í PEPSI-DEILDINNI SUMARIÐ 2009
GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 9. sæti í A-deild 2007 4. sæti í A-deild 2006 8. sæti í A-deild 2005 5. sæti í A-deild 2004 4. sæti í A-deild 2003 4. sæti í A-deild
AÐRIR
LYKILMENN
FJALAR ÞOR-
GEIRSSON
KRISTJÁN
VALDIMARSSON
HALLDÓR
HILMISSON
GENGI Á VORMÓTUNUM
Sigrar Jafntefl i Töp
3
7
> X-FAKTORINN
Jóhann Þórhallsson hefur
ekkert verið með Fylki á undirbún-
ingstímabilinu og kemur ekki til móts
við liðið fyrr en í júní. Jóhann er því
mikið spurningarmerki en finni hann
skotskóna sína á ný getur hann hjálp-
að Fylkismönnum mikið.
3
Fylkismenn drógust niður í fallbaráttuna í lok
tímabils í sumar og enduðu í annað skiptið á
þremur árum í hópi neðstu liða. Fréttablaðið
spáir Fylki rétt fyrir neðan miðja deild.
„Er það ekki bara ágætt að vera að vera spáð
7. sætinu?“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis,
sem er kominn aftur í Árbæinn eftir tíu ára
fjarveru.
„Liðið var í níunda sæti í fyrra þannig að
það væri framför að enda í 7. sætinu. Ég
stefni hærra sjálfur en aðalmarkmiðið er
að festa liðið í sessi ofar í deildinni,“ segir
Ólafur.
„Ég held að sjö leikmenn sem byrj-
uðu síðasta tímabil séu farnir og ég er
því að móta nýtt lið. Við höfum ekki
bætt við liðið en höfum reyndar
fengið einn leikmann og það er
Theódór Óskarsson. Ég er með unga og fríska
stráka sem munu fylla í þessi skörð,“ segir Ólafur
en hann veit að reynslan er ekki mikil hjá stórum
hluta hópsins.
„Þetta er mjög ungt lið og þetta gæti alveg
orðið strembið tímabil,“ segir Ólafur.
Fylkir hefur spilað þrettán mótsleiki á undir-
búningstímabilinu og farið langt í báðum mótum.
„Það hefur gengið mjög vel á undirbúnings-
tímabilinu, við vorum að detta út fyrir FH í
Lengjubikarnum og við fórum í úrslitaleikinn í
Reykjavíkurmótinu,“ segir Ólafur.
Fylkir hefur verið í efstu deild síðan að Ólafur
kom liðinu upp sumarið 1999. Nú fær hann
tækifærið til að stýra liðinu í efstu deild en hann
tók við liði ÍA strax um haustið 1999. „Ég stefni á
að gera góða hluti með Fylkisliðið eins og síðast,“
segir Ólafur að lokum.
Gæti alveg orðið strembið tímabil
Mannauðsáætlun
Evrópusambandsins - People
Styrkir til rannsókna í 7. Rannsóknaáætlun ESB
Markmið áætlunarinnar er að bæta þjálfun og auka hreyfanleika vísindafólks milli landa.
Dagskrá:
Dr. Graham Wilkie frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins kynnir áætlunina.
Sérstaklega verður farið yfir samstarf háskóla og atvinnulífs
Dr. Þórunn Rafnar frá Íslenskri erfðagreiningu segir frá reynslu sinni af þátttöku
í áætluninni
Rannís kynnir aðstoð við umsækjendur
Fyrirspurnir
Fundarstjóri
Þorsteinn Brynjar Björnsson, Rannís
Vinsamlegast sendið tilkynningu um þátttöku á netfangið rannis@rannis.is
Fundargestum verður boðið upp á léttan morgunverð.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
2007-2013Kynningarfundur á vegum RannísMiðvikudaginn 6. maí
Grand Hótel Reykjavík 9:00-11:00
FÓTBOLTI Kristrún Lilja Daðadótt-
ir og Íris Björk Eysteinsdóttir
hafa tekið við þjálfun bikarmeist-
ara KR í Pespi-deild kvenna. Þær
Kristrún og Íris hafa handsalað
samning til tveggja ára, með
möguleika á framlengingu, en
skrifa undir hann á mánudaginn.
KR mætir Val í Meistarakeppni
KSÍ á morgun. - óój
Pepsi-deild kvenna í fótbolta:
Kristrún og Íris
þjálfa KR-konur
FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson, þjálf-
ari FH, stillti upp hálfgerðu ungl-
ingaliði þegar FH tryggði sér
Lengjubikarinn með sannfærandi
3-0 sigri á Breiðabliki í Kórnum í
gær. FH vann einnig deildabikar-
inn 2004, 2006, 2007 og er því búið
að vinna hann fjórum sinnum á
undanförnum fimm árum.
Sjö af ellefu byrjunarliðsmönn-
um FH í úrslitaleiknum í gær voru
fæddir 1987 eða síðar en það var
ekki að sjá á leik liðsins að stór
hluti liðsins var að spila stærsta
leikinn til þess á ferlinum.
„Þetta var mjög gott. Ungir leik-
menn verða ekkert betri ef maður
notar þá ekki. Þetta er ánægjulegt
vandamál fyrir mig því nú hef ég
úr fleiri mönnum að velja,“ sagði
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,
eftir leikinn. „Það meiddust fjórir
leikmenn hjá okkur í síðasta leik
en sem betur fer eigum við Ásgeir
og Pétur Viðar sem stóðu sig mjög
vel sem hafsentar. Þeir leystu það
sem Tommy og Dennis hafa verið
að gera. Það hefur alltaf verið fín
breidd í FH. Þegar leikmenn hafa
meiðst eða farið í leikbann hafa
aðrir stigið upp. Menn gerðu það
í dag,“ sagði Heimir.
Viktor Örn Guðmundsson lagði
upp tvö fyrstu mörk FH í leikn-
um. Það fyrra skoraði Björn Dan-
íel Sverrisson með skalla eftir
horn Viktors á 37. mínútu og það
síðara skoraði Matthías Vilhjálms-
son með skalla aftur fyrir sig á 65.
mínútu eftir aukaspyrnu Viktors
af hægri kantinum.
„Þetta gekk mjög vel. Ég var í
fyrsta sinn á vinstri kanti og það
heppnaðist ágætlega. Það er að
ganga mjög vel hjá mér á fyrsta
ári í meistaraflokki,“ sagði Vikt-
or. „Vonandi fæ ég að spila meira
og taka áfram föstu leikatriðin. Ég
lagði upp tvö mörk í dag þannig að
ég hlýt að fá að taka þau áfram.
Það hefði fullkomnað leikinn ef ég
hefði nýtt dauðafærið mitt líka,“
sagði Viktor, sem fékk mjög gott
færi áður en Atli Guðnason inn-
siglaði sigurinn á 82. mínútu eftir
sendingu Guðna Páls Kristjáns-
sonar.
„Viktor er mjög góður spyrn-
umaður og hann hefur sýnt það
á undirbúningstímabilinu. Ég
treysti honum fullkomlega í þessi
föstu leikatriði,“ sagði Heimir,
sem hefur engar áhyggjur af því
að halda öllum sáttum í FH-liðinu.
„Það er ekkert vandamál. Ég er
ekki í þessu til að eignast vini því
ég er í þessu til að vinna,“ sagði
Heimir ákveðinn.
Leikur Breiðabliksliðsins olli
vonbrigðum enda fær liðið sjald-
an eins góð tækifæri að vinna titil
eins og að mæta eins konar vara-
liði hjá FH. Sóknarleikur liðsins
var bitlaus og það er ljóst að fram-
herjaskorturinn gæti háð liðinu
mikið í sumar.
„Þetta voru bara verðskulduð
úrslit fyrir okkur því betra liðið
vann klárlega í þessum leik,“ sagði
Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks, eftir leik. „Þeir voru
með mjög marga leikmenn sem
hafa lítið fengið að spreyta sig en
stóðu sig vel í þessum leik. Þetta
voru tvö unglingalið og FH-ingarn-
ir voru miklu betri,“ sagði Ólafur,
sem var ekki ángður með spila-
mennsku liðsins. ooj@frettabladid.is
Stráklingarnir
stóðu sig hjá FH
FH vann deildabikarinn í fjórða sinn frá árinu 2004
eftir 3-0 sigur á Breiðabliki í Kórnum í gær.
FJÓRÐA SINN Á FIMM ÁRUM Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, með Lengjubikarinn
eftir öruggan sigur á Blikum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Ingi Þór Steinþórsson
verður þjálfari meistaraflokka
karla og kvenna hjá Snæfelli
næstu þrjú árin auk þess að vera
yfirþjálfari yngri flokka félags-
ins. Ingi Þór skrifaði undir samn-
inginn í gær.
„Þetta er virkilega spennandi.
Við þurfum bara að byrja á því
að koma mannskapnum saman
og fá það á hreint hvaða leik-
menn verða áfram. Flestir
þeir sem fyrir voru hjá
liðinu halda áfram og
svo er bara spurn-
ig hvaða leikmenn
maður fær til við-
bótar. Ég mun
reyna að fá ein-
hverja stráka til að
koma að spila með okkur hérna
í Hólminum,“ segir Ingi Þór og
bætir við: „Ég held að Snæfell
geti alveg verið með lið í toppbar-
áttunni og haldið áfram að gera
góða hluti.”
„Okkur vantar fyrst og fremst
bakverði í liðið og ég er viss um
að það er fullt af leikmönnum
sem eru til í að koma vestur
eftir.“
Ingi Þór hefur þjálfað hjá
KR allan sinn þjálfaraferil
og gerði meistaraflokk
karla að Íslandsmeistur-
um á sínu fyrsta ári 2000.
Hann hefur alls gert tólf
KR-lið að Íslandsmeist-
urum ef teknir eru allir
flokkar. - bb / - óój
Ingi Þór Steinþórsson þjálfar bæði Snæfellsliðin:
Vantar bakverði vestur