Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 72
 2. maí 2009 LAUGARDAGUR P L Á N E T A N HANDBOLTI Stjarnan er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeist- aratitilinn í handbolta þriðja árið í röð eftir öruggan, 27-19, sigur á Fram í Safamýrinni í gærkvöld. Stjarnan leiðir einvígi liðanna 2-0 og getur tryggt sér titilinn á heimavelli á sunnudagskvöldið. Ætli Fram að kom í veg fyrir það þarf liðið að leika mikið betur en í fyrstu tveimur viðureignum lið- anna því mikill getumunur virðist vera á liðunum. Stjarnan hóf leikinn af krafti og náði fljótt fjögurra marka forystu, 1-5. Þann mun náði Fram aldrei að minnka og jók Stjarnan forystuna jafnt og þétt þar til sjö mörkum munaði í hálfleik, 10-17. Stjarnan skoraði fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks og gerði út um leikinn, sem varð aldrei spenn- andi í síðari hálfleik þótt Fram næði að minnka muninn í sex mörk þegar korter var eftir. „Við þurfum að finna baráttuna ef við ætlum að vinna þetta. Við höfum gert okkur þetta mjög erfitt fyrir. Þetta var ekki okkar dagur. Ég veit ekki hvað er að okkur og það þarf hver og einn að líta í eigin barm,“ sagði Karen Knútsdóttir í leikslok. Fram kastaði boltanum út af vellinum eftir aðeins átta sek- úndna leik, sem gaf tóninn fyrir leik liðsins. „Það var einkennandi fyrir leikinn. Þær fiskuðu allt of marga bolta af okkur. Þær ruku út úr vörninni og við stóðum bara kyrrar, það vantaði alla hreyfingu í þetta hjá okkur,“ sagði Karen niðurdregin. - gmi Stjarnan einum sigri frá titlinum Fram virðist ekki hafa roð við sterku liði Stjörnunnar sem hefur unnið tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígis N1- deildar kvenna með samtals fimmtán marka mun. Í FRÁBÆRUM MÁLUM Þorgerður Anna Atladóttir brýst hér framhjá Framaranum Hildi Knútsdóttur í leik liðanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fram – Stjarnan 19-27 (10-17) Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 5/2 (10/2), Marthe Sördal 3 (4), Stella Sigurðardóttir 3 (9/1), Þórey Rósa Stefánsdóttir 2 (3), Hildur Knútsdóttir 2 (3), Anett Köbli 2/1 (4/1), Pavla Nevarilova 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (5), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir (1), Sara Sigurðardóttir (3) Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 15 (42 35,7%) Hraðaupphlaup: 5 (Þórey, Marthe, Stella, Ásta, Pavla). Utan vallar: 6 mínútur Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 9 (17), Sólveig Lára Kjærnested 6 (8), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (6), Þórhildur Gunnarsdóttir 2 (2), Kristín Jóhanna Clausen 2 (3), Indíana Nanna Jóhanns dóttir 1 (1), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (6), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (6), Aðalheiður Hreinsdóttir (1) Varin skot: Florentina Stanciu 17 (34/2 50%), Sólveig Björk Ámundardóttir (2/1 0%)Hraðaupp- hlaup: 6 (Sólveig 2, Elísabet 2, Þórhildur, Harpa). Utan vallar: 6 mínútur HANDBOLTI Atli Hilmarsson, þjálf- ari Stjörnunnar, var að vonum sáttur við sitt lið eftir að hafa náð 2-0 forystu í einvígi Stjörnunnar og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna eftir tvo auðvelda sigra. „Þetta var mun auðveldara en ég bjóst við og sérstaklega eftir yfirburði okkar í fyrsta leikn- um. Ég hélt það kæmi meira frá þeim í [gær],“ sagði Atli að leiknum lokn- um. „Það sem þær gerðu betur var að vörnin og mark- varslan var betri, en þær gerðu mörg mistök í sókninni og við feng- um mörg auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Vörnin hjá okkur hélt vel allan leikinn og Flor- entina tekur það sem fer í gegn,“ sagði Atli. „Nú er bara einn dagur á milli leikja, sem er erfiðara fyrir mitt lið þar sem við spilum á fáum mönnum, en ég gat aðeins skipt í dag og er feg- inn því. Ég er líka mjög ánægður með það hvernig þær komu inn á; til að hafa áhrif, skjóta og gera hluti. Þessar stelpur urðu Íslands- meistarar í unglingaflokki fyrir viku og þetta er framtíðin.“ Atli vill sjá fullt hús í Mýrinni í Garðabæ á sunnudaginn enda ætlar liðið sér að landa titlinum á heimavelli fyrir framan sína stuðningsmenn. „Þessar stelpur eiga það svo sannarlega skilið að það verði frábær stemning á sunnu- daginn og áhorfend- ur hjálpi okkur að ná í þennan titil. Við ætlum ekkert að bíða lengur með það heldur klára þetta á sunnudag- inn,“ sagði Atli að lokum við Frétta- blaðið. - gmi Atli Hilmarsson ætlar að klára þetta á sunnudaginn: Vill sjá fulla Mýri ATLI HILMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.