Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 2
34 SKINFAXI aðir og dáðir af þjóðinni, virtir af öllum þeim, um víða veröld, sem ísland þekkja, og lesið hafa sögu þess. Engin þjóð í víðri veröld á slíkan siaojstað, sem vígður er blóði dugandi drengja og helgaður minningu prúðra meyja. —Enda taka allir undir orð skáldsins: „Hver vann hcr svo að með orku, aldrei neinn svo vígi hlóð, búinn er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð. Drottins liönd þeim vörnum veldur, vittu barn sú hönd er sterk, gat ei nema guð og cldur gert svo dýrðlegt furðuverk.“ — En það er ómögulegt að lýsa pingvöllum. Menn verða að koma þangað sjálfir td að sjá furðuverkið dýrðlega og til að f i n n a h e 1 g i staðarins. Og þegar við erum komnir þangað, þá liða gamlar, kærar myndir um hugann. Við sjáum Gunnar og Njál og Skarphéðinn og Iíára. Og við sjáum atburðina ger- ast einn af öðrum. Við göngum um í búð porgeirs Ljósvetningagoða og sjáum hann með feld yf.r höfði s r, og við blessum hann í huganum fyrir liinar vitur- legu tillögur hans. Við göngum yl'ir Öxarárbrú, og tár koma i augu okkar, er við minnumst þess, að liér mistí Síðu-Hallur Ljót son sinn. En hugurinn gleðst aftur, er við minnumst drengskaparins, er þingheimur sýndi Síðu-Halli, um að bæta honum sonarmissinn. Já, — „Vér munum fræga frelsisins öld. Hve fögur var gull- aldarstundin. þá sól skein á stálklædda feðranna fjöld, og frjálsbornu, svanhvítu sprundin, þá lífið svall al- frjálst með æskunnar blóði, af ástum, drengskap og hetjumóði.“ — Við engan stað eru örlög þessarar þjóð- ar jafn nátengd, sem pingvelli. — Tvinnuð, þrinnuð, ofin saman, óaðskiljanlega — stað- urinn, sagan — sagan, staðurinn. — Við reikum um vell'na. Við staðnæmumst á Lögbergi, sem er besti og frægasti ræðustóll heimsins, gerður af guði sjálfum, skreyttur hinu yndislegasta útsýni, hvert sem augum er rent, — í suðvestri „djúpið mæta mest á Fróni“ —- pingvallavatn, spegilskygnt, lygnt og tært, i austri

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.