Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 4
36
SKINFAXI
minningu helgasta staðar þjóðarinnar. Og engum ís-
lendingi mun vera svo kalt um hjartarætur, að ekki
finni liann heilagan yl leggja að hjarta sér á pingvöll-
um 1930. Enginn mun fara þaðan svo, að hann unni
ekki landi sínu enn þá heitar en áður; landinu fagra
og friða, landinu ljósa og ljúfa. Fjallkonunni fögru,
sem hefir fóstrað okkur og alið og gert okkur að merki-
legri og myndarlegri þjóð. — Og enginn mun fara það-
an svo, að ekki unni hann þjóð sinni enn þá heitar en
áður, — þjóðinni, sem um 1000 ár hefir barist hér að-
dáanlegri baráttu, þjóðinni, sem vakið hefir á sér eftir-
tekt um víða veröld fyrir þann skerf, sem hún hefir
lagt til þess dýrasta og besta, sem mannkynið hefir
eignast.
Enginn mun koma svo á júngvöll 1930, að ekki
hlaupi honum kapp í kinn og strengi þess heit að verða
góður og sannur Islendingur, — enginn, sem ekki kem-
ur heim í sveit sína aftur með nýju trausti á framtíð
þessa lands, þessarar þjóðar — og þá um leið framtíð
sinnar eigin sveitar. Og þá mun það margan lienda, að
iiann finnur þá fyrst verulega, hve heitt hann ann land-
inu sínu, já, hve heitt hann ann blessaðri sveitinni
sinni, sem þrátt fyrir alt, er þó sveitin hans. Og menn
munu strengja þess heit, að helga sinni sveit alla krafta
sína, — lyfta henni, bæta hana, prýða hana. — \>k
munu menn skilja til fulls, hvernig „heimsaugun svip-
ast um hlut allra landa“, hvernig ])au liorfa aðdáunar-
augum á þetta land, á þessa þjóð. — þessvegna er það
gróði hverri sveit Islands, að e'ga sem flesta syni og
dætur á pingvöllum 1930. — Fjölmennum því til Jiing-
valla 1930. Byrjum að undirbúa förina, ungir og gaml-
ir, konur og karlar. — J?ólt þú getir aldrei farið sjálf-
ur, þá vittu að þú ert að vinna landi þínu, þjóð þinni
og sveit þinni til heilla, er þú vinnur að þvi að sem
flestir geti farið. Munið að J?ingvellir eru helgasti staður
lands vors, hjartastaður lands vors, lieilög jörð, vegleg-