Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 23
SKINFAXI
55
pá mun sólrik samtíð
sveipast kærleiks bandi.
pá mun fögur framtíð
fylgja þjóð og landi!
Helgi Hannesson.
Lýðskólar.
J?að er öllum kunnugra en frá þurfi að segja, livílíkt
þrekvirki dönsku lýðháskólarnir hafa unnið i þágu
menningar og framfara þar i landi, beint og óbeint. —
Jafnvel æsitustu andstæðingar lýðliáskólastefnunnar
liafa nú orðið að rifa seglin og viðurkenna ágæti þess-
ara stofnana, sem á tæpum þremur mannsöldrum hafa
unnið þjóðinni meira gagn en gagnfræða- og latínu-
skólarnir öldum saman.
Grundtvig og Iíold eru nú löngu gengnir til feðra
sinna, en í hugum og hjörtum dönsku þjóðarinnar
standa nöfn þeirra skráð með letri, sem aldrei máist á
meðan nokkur danskur lýðháskóli stendur og starfar.
En hvernig stendur á því, spyrjum vér, að þessar
mentastofnanir hafa haft svo mikla þýðingu fyrir and-
lega og efnalega framför þjóðarinnar?
Orsalcirnar eru mikilvægar, en þó einfaldar. — pað
er vakningarstarfsemi skólanna, sem hefir velt því
bjargi, sem „skólarnir fyrir dauðann" gátu ekki þokað.
Skóli Grundtvigs, „skólinn fyrir lifið“, þar sem hið lif-
andi orð átti að vekja hæfileika nemendanna, glæða hug-
sjónaeldinn, þrekið og áræðið, ástina til ættjarðarinn-
ar og meðbræðranna, hefir sigrað að lokum í vöggu-
landi sínu, og í ýmsum breyttum myndum unnið fót-
festu um öll Norðurlönd.
pað virðist engum blöðum um það að fletta, að lýð-