Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 3
SIÍINFAXI 35 Hrafnagjá, í norðri Skjaldbreið, hvit og hrein eins og' mjallhvítt lín, og í vestri hár og þverhníptur hamra- veggur Almannagjár, tuttugu mannhæðir eða meir, og viður og yndislegur f jallhringurinn alt i kring. — Og nú eru bráðum liðin 1000 ár frá því Alþingi var háð í fyrsta sinn á pingvöllum — 930 — 1930 = 1000 ár. — ]?essa merkilega 10 alda afmælis Alþingis á að minnast á þingvöllum árið 1930. pá á að lialda hátíðlegt 1000 ára afmæli Alþingis. — Svo að segja um allan heim vekur afmæli þetta afarmikla athygli. Búið er að stofna mý- mörg fólög erlendis, til að vinna að undirbúningi ping- vallafarar. Konungar og' aðrir þjóðhöfðingjar munu koma, — allir, sem mögulega geta, ætla sér að heim- sækja hjartastað íslands þetla ár. Menn koma iir öll- um áttum — austri og vestri, norðri og suðri. Menn koma úr nýja heiminum og menn koma úr gamla heim- inum. Margir heimsóttu fsland 1874, en þó munu þeir fleiri verða 1930. En Iivað hugsa íslendingar sjálfir? Með hvaða huga horfa þeir til ársins 1930? Með hvaða huga horfum við, Vestur-fsfirðingar, til 1000 ára afmælis Alþingis? Mun ekki marga af okkur langa til að vera á pingvöllum þá, við hátíðahöldin ? Og mun það ekki fara svo, að færri geti farið en vilja. En er þá ekkert hægt að gera, til þess að sem flestir Vestur-ísfirðingar geti verið á pingvöllum þetta ár ? Getum við ekki fetað i fótspor útfendinga og byrjað að undirbúa pingvalla- ferðina. Hvað vilja hreppsnel’ndirnar gera fyrir þetta mál ? Hvað ungmennafélögin ? Hvað íþróttafélögin? Hvað kvenfélögin? Hvað önnur félög? Margir rnunu segja, að óþarft sé að menn f jölmenni i þessa för, en slíkt er af misskilningi mælt. — ping- vallaför 1930 er ekki eingöngu venjuleg skemtiför, hún er meira. Hún er farin i þeim tilgangi að heiðra minn- ingu þeirrar stofnunar, er einna best þykir lýsa viti og þroska forfeðra olckar. Hún er farin til þess að heiðra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.