Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 12
44 SKINFAXI einnig á þessari stundu, á hverjum degi, sem líður. Eg vildi að eg gæti hjálpað ykkur til þess að sjá það, og helst yrði það líklega með þvi, að eg segði ykkur frá sjón, sem fyrir mér vakir. Eg horfi á líf ungs manns. Hann byrjar daginn æfinlega með bæn til guðs, biður um hjálp til þess að vera öllum góður og vinna verkin sín trúlega. Svo tekur hann til starfa og það gildir einu hvað hann gerir, það einkennir alt trúmenska og iðju- semi. Sama einlæga viðleitnin kemur alstaðar fram. Guð líður honum aldrei úr hug, þótt hann hvarfli að mörgu á yfirhorðinu. Guð er hið hulda afl lífs lians, sem lætur iðju Jians verða að guðsþjónustu. Og á kvöld- in þakkar hann honum fyrir liðinn dag eins heitt og hann bað að morgni. Hann er að vinna hlutverkið, sem guð ætlar honum á líðandi stund. Nú þegar eigið þið hlutverk. Reynið öll fyrst og fremst að koma auga á það ög að lifa síðan í samhljóðan við það. pá farið þið að finna djúpan frið og gleði yfir lífinu, meiri en þið þektuð áður. pá unið þið því starfí og þeim kjörum, sem guð hefir búið ykkur, þvi að hann er þar sjálfur nær og þið getið þroskast við þau honum til lianda. Og þó þið hugsið að eins um liðandi stund, þá fæst þannig samræmi og festa í lífi ykkar, sem ekki er unt að öðlast á annan hátt. Smám sanian mun einnig skýrast fyrir ykkur framtíðarhlutverkið, því að innra, andlegt samband verður í milli. ]?að verð- ur í rauninni sama hlutverkið, munurinn að eins sá, að þið verðið þroskaðri og meira reynir á krafta ylckar og hæfileika. p&tS verður áreiðarilega göfugt og þið skiljið það rOt: pað getur ekki verið fólgið i neinu hinu ytra eingöngu. Sá, sem hugsar sér að verða stórbóndi, skil- ur, að það eitt út af fyrir sig að eiga góða jörð og milrið af skepnum er ekkert framtíðarhlutverk, heldur Iritt, að| láta alt þetta vera meðal í hendi sér til þess að gera gott. Og yfirleitt er álitleg og góð staða i sjálfu sér ekki hlut- verkið, heldur hjálp til þess að vinna meira gagn öll-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.