Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 30
62 SKINFAXI Æsku-hvöt. pið munið að sagan á fullhuga flokk, sem fæddist í íslenskri sveit. }?ið munið að hetjurnar stigu á stokk og strengdu ’in göfugu heit. peir töluðu’ ekki orð út í veður og vind. peir vildu og framkvæmdu í senn. peir forsmáðu lyddunnar lesti og synd. peir lifðu og dóu sem menn. peir leituðu frægðar með samhuga sál og sórust í fóstbræðralag. peir sigruðu, elskuðu, sátu að skál og sungu þar víkingabrag. J?eir kneyfðu af hornum við konunga borð og kváðu um lietjur og vif. peir dáðu og virtu hvert drengskapar orð. þeir dýrkuðu iþróttalíf. Já, sögunnar himinn er stirndur og stór, því störum vér undrandi nú, og spyrjum, hvort alt þetta frá okkur fór með feðranna heiðingja-trú. En auðvitað sjáum vér skuggaleg ský, með skelfingar, hatur og kvöl. Vér vitum að til voru þrælar og þý — í þögninni nagandi böl. Vér áttum hér vaska og ónýta menn, og eigum að sjálfsögðu nú, því lífið fær gagnstæðar gjafir í senn, og guði í sérhverja trii. pað hentar á stundum að halda þess taum sem heimurinn álítur stærst.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.