Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 18
50
SKINFAXI
in hans verður öðrum áskorun og hjálp til kristni.
pennan sama veg getið þið öll gengið öðrum til bless-
unar.
3. Enn eigum við að leggja sérstaka stund á það,.
að hjálpa þeim, sem bágstaddir eru á einhvern hátt.
Raunar felst það þegar að nokkru í því, sem eg hefi
nú sagt. Alt i kringum okkur eru einhverjir, sem eiga
bágt, og þeir eru fleiri en nokkur maður hefir hugmynd
um. pað er svo margt, sem særir mannshjartað. pó við
vildum hjálpa, þá er ekki víst, að við getum það, aö
minsta kosti ekki nema að litlu leyti. pú gefur fátæk-
um og hjúkrar sjúkum, það er gott, en er víst, að þú
veitir þeim sanna og varanlega hjálp með því? Slikt
fer eftir þeim huga, sem þú vinnur í. pað er sagt frá
því í æfintvrunum, að menn komist í kletla og klung-
ur, og hvernig sem þeir leiti og þreifi fyrir sér, þá finni
þeir að eins urðina og kaldan hamravegginn, uns þeir
að lokum hitta á töfraorðið rétta: Sesam, opnist þú. pá
verði undursamleg breyting, björgin bifist og opnist, og
þeir geti öruggir gengið inn. pessu er ekki ósvipað far-
ið. pú vilt hjálpa, bæta mein þeirra, sem í kringum þig
eru. En þér verður harla lítið ágengt, hrjóstrin þreyta
þig og eggjagrjótið særir. pú kemst hvergi eins og þú
vilt, — standberg alt í kring — nema því að eins, að þú
finnir eina ráðið, sem lætur opnast fyrir þér. Kærleik-
urinn einn leggur þér „Sesam“ á tungu. Ef þér auðnast
að fylla hug þinn góðvild og ástúð til mannanna, þá
muntu finna, hvernig þeir breytast gagnvart þér sniám-
saman, læra að treysta þér og trúa þér fyrir því, sem
amar að, jafnvel steinhjörlu geta viknað. Og þegar svo-
er komið, þegar þú finnur þrá hvaðanæfa eftir samúð
og styrk frá þér, þá hefir þú einnig máttinn til að lijálpa,
og þarf ekki að spara hann, því að hann er runninn
frá úppsprettu kraftarins. Á þennan hátt skyldum við
öll reyna, hvert í sinum reit, að bera byrðarn-
ar með þeim, sem eiga bágt. Jesús gengur á undan,.