Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 27
SKINFAXI 59 Miðar að því að vekja viljann til j»ess að gera vel, eins vel og hægt er, og sömuleiðis viljann til þess að nema meira upp á eigin spítur, miðar að þvi að vekja af dvala allar bestu og göfugustu tilfinningar i brjósti æskumannsins, trúarþörfina og trúartraustið til guðs og samúðina til meðbræðranna. Göfugra og háleitara markmið verður engum skóla fundið. pá er að minnast lítilsháttar á þá ]?ýðingu, sem lýð- skólarnir geta haft fyrir umhverfi sitt. Með því að vera miðstöðvar alls andlegs lífs og félags- lífs i nærliggjandi sveitum, verða þeir brátt höfuðból til fyrirmyndar, þangað og þaðan liggja allir veg'ir, eklci æskunnar einnar saman, heldur allra. pangað sækir bóndinn ýmsan fróðleik um félagsmál og samvinnu utan lands og innan, og húsfreyjan allar nýjustu fram- farir i íslenskum heimilisiðnaði. par eru stærstu hér- aðshátiðirnar lialdnar og íþróttamótin háð. Að lokum vil eg minnast á ungmennafélögin í sam- handi við lýðskólana. •— pað er sannfæring margra ágætra manna að lýðskólarnir eigi að vera sjálfseignar- stofnanir, en ekki ríkisskólar. Að visu ber rikinu að styrkja og byggja þá að nokkru leyti, en stjórn þeirra og rekstur á að vera í höndum bestu manna þess liér- aðs eða héraða, er að stofnuninni standa. Hér er mikið og göfugt starf fyrir ungmennafélögin að vinna. Veglegri minnisvarða og öruggari vopn i baráttunni fyrir hugsjónum sínum geta þau ekki reist sér, en ung- mennafélög pingeyjarsýslu hafa gert með stofnun og byggingu Laugaskólans. — Ef að önnur ungmennafé- lög landsins vildu feta í fótspor þeirra, er eg sannfærð- Ur um að þess yrði ekki langt að biða að margir slikir skólar væru starfræktir í sveitum landsins til margvís- legrar blessurtar fyrir þessa þjóð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.