Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 28
60
SKINFAXI
J?að er þungt yfir mörgum okkar framtíðarmálum nú,
en yfir lýðskólastefnunni er bjart, og það er trú mín, að
frá henni eigi eftir að leggja birtu j'fir þessa þjóð, birtu
samúðar og mannkærleika, ættjarðarástar og einlægr-
ar samvinnulöngunar allra góðra íslendinga, að skapa
glæsilega, frjálsa og sameinaða þjóð.
Des. 1926.
Ragnar St. porsteinsson.
íslenskir Vikivakar.
Sambandsstjórn U. M. F. í. hefir ákveðið að beita sér
íýæir endurreisn ísl. Vikivaka (söngdansa) m. a. með
það fyrir augum, að bægl verði að sýna þá á þjóðhátíð-
inni á pingvöllum 1930. — Hefi eg tekið að mér forystu
þessa máls, og mun eg gera mitt ílrasta til að verða því
að liði. — Væri gleðiefni mikið, ef þetla tækist sæmi-
lega, og eru ýmsir meðal bestu mentamanna vorra því
mjög hlyntir, að svo mætti verða.
Eins og að líkum lætur er mál þetta erfitt viðfangs
á marga vegu og vandfarið með það. Skortir á annan
l)óginn tilfinnanlega góð og notliæf kvæði, en þó miklu
fremur sönghæf lög íslensk við Vikivaka og önnur
dansljóð. Væri því mikils virði, ef hægt reyndist að ná
í nokkur gömul íslensk lög og sönghæf, er eigi væru
kunn áður. Tel eg eigi ósennilegt — og hefi enda ástæðu
til að ætla að svo sé — að eitthvað muni enn til af því
tæi í fórum gamals fólks og söngelsks út um sveitir
lands, sérstaklega í afskektum sveitum.
Treysti eg nú góðum ungmennafélögum, hverjum í
sinni sveit, að grenslast eftir þessu og gera mér aðvart.