Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 19
SKINFAXI 51 „hann, sem gerðist fátækur vor vegna, þótt hann ríkur væri, svo að vér auðguðumst af fátækt hans.“ Með hon- um verður okið indælt og hyrðin létt. Gott væri að vita hvert af öðru á þeim vegum og mikill styrkur að. En svo gætum við einnig unnið beint saman út á við meir og meir með vaxandi þroska og starfssviði á kom- andi tímum, t. d. með hjúkrunarfélögum, sumarheim- ilum fyrir bágstödd kaupstaðabörn og fleiru, sem við raunum síðar tala saman um, ef við reynumst trú og guð lofar okkur að lifa liér. 4. Hið síðasta, sem eg vildi minnast á, er það, að félag okkar verði í sambandi og samvinnu við skólann hérna, eins og nafn þess bendir til, svo framarlega sem það sé markmið hans að efla kristni i landinu. pið haf- ið stofnað sambandið, fyrstu nemendur þessa skóla, sem unnið honum af alhug, vilduð alt fyrir hann gera og áttuð mikinn og góðan þátt í því, að reisa hann. Gifta skólans varð gifta sambandsins, eins á aftur heill þess að efla heill lians. Við erum að vísu fá enn, en meir er komið undir djúpum og sönnum vexti hið innra en hárri félagatölu. Einum hefir verið veittur sigur og fáum, og mun svo enn, þar sem guð er í verki með. pað er mest um vert, að í félagi okkar eru menn, sem má treysta, þegar á reynir. Samband og samvinnu við skólann hugsa eg mér á þessa leið: Skólinn leitast við að vera ykkur andlegt lieimili, og þið hugsið þannig til hans og hlúið að honum. Hann neytir góðrar aðstöðu sinnar, þar sem hann nær til svo margra ungra manna, og reynir að eignast þar flolck, sem vill af alhug helga kristninni störf sán. peir fá aftur liðsauka meðal vina sinna og vandamanna, og hægt og hægt myndast félög víðsvegar i sama anda. Kirkjan starfar einnig með og hreyfingin verður öflugri og víðtækari. Félögin eiga öll miðstöð á Eiðum og sækja einhverjir þaðan Eiða- mót á hverju ári. Skólinn leggur fram krafta sína fyrir þau eftir því sem hann má og þörf og reynsla krefur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.