Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 11
SKINFAXI
43
taka að luigsa lil þessarar væntanlegu sýningar, þó enn
sé tími til stefnu, þvi að „ekki er ráð nema í tima sé
iekið.“ (Framh.).
Guðm. J. frá Mosdal.
Stefna Eiðasambandsins.
Erindi flutt á rnóti í Eiðahólma.
pegar eg á unglingsárunum sat yfir bókum mínum
við gluggann á stofu föður míns, varð mér stundum ó-
sjálfrátt litið út frá náminu og spurningin vaknaði:
Hvað verður þú, þegar út í lífið kemur? Hvaða hlut-
verk er þér ætlað að vinna? pær hugsanir voru eins
og þungur undirstraumur, sem hlaut við og' við að
leita upp á yfirborðið. Oft var bjart yfir þeim og mér
þótti sem eitthvað mikið mundi bíða mín, en svo syrti
að aftur. Mér fanst eg vera fátækur og auinur hjá þeim
sem eldri voru og áttu æfistarf að halci. þeir höfðu
látið gott af sér leiða og sligið spor við tímans sjó. En
um mig var alt í óvissu, og ef til vill myndi eg hverfa
héðan án þess. Æskan sjálf virtist mér litils virði hjá
þvi, að vera eins og þeir, og það jafnvel þó þeir væru
huldir kistufjölum.
þekkið þið ekki einnig öll þessa djúpu þrá ungra
manna til þess að eignast hlutverk að vinna, starf, sem
þess sé vert, að fyrir það sé lifað? Og er ykkur ekki
ljóst, að öll lífsgleði muni þrotin, ef þið finnið lienni
enga svölun? —
Eitt vissi eg ekki þá, sem mér er orðið ljósara nú
og er ákaflega mikils vert i þessu samhandi. Eg átti þá
þegar lilutverk að inna af hendi. Og svo er einnig' um
hvert ykkar. pið horfið fram á veg, hugsið að það bíði
ykkar þar, og það er eðlilegt og rétt. En þið eigið það