Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1927, Blaðsíða 20
52 SKINFAXI Yiljið þið ekki í samvinnu við skólann verða braut- ryðjendur slíkrar hreyfingar? par er hlutverk, samboðið góðum, ungum mönnum, hlutverk, sem varðveitir æskuna og lifsgleðina og veit- ir andanum svölun og stjæk. Stefna okkar í Eiðasambandinu virðist mér þannig eiga að vera þessi: Við viljum reyna að láta kristindóminn hafa mikil áhrif á Iíf sjálfra okkar. Við viljum leitast við að vekja sama ásetning hjá öðrum. Við viljum hjálpa þeim, sem eiga bágt. Við viljum vera í sambandi og samvinnu við skól- ann á Eiðum, svo framarlega, sem það er markmið hans að efla kristni í landinu. Ásmundur Guðmundsson. Ungmennafélög hafa myndað sambönd í flestum sýslum landsins á Norður-, Vestur- og Suðurlandi; eru flest þeirra í Sambandi ungmennafélaga íslands. Víða eru ungmennáfélög á Austurlandi, en ekki hafa þau myndað samband milli sín og ekki eru þau i U. M. F. í., og er það illa farið, þvi að ærin eru viðfangsefni og verkefni félaganna. Er því ærin nauðsyn þess, að ungmennafélög séu starfandi i liverri sveit og sam- vinna þeirra ákveðin og traust. Af bréfum, sem farið Iiafa milli mín og sr. Ásmund- ar skólastjóra á Eiðum, hefi eg fundið, að hann hefir mikinn bug á vaxandi þroska og framförum ung- mennafclaga, og óskar þess, að Austurlandsf. lögin sam- ræmi störf sín sem best, meðal annars með því, að mynda samband milli sin. Lofsverður áhugi skólastjór- ans fyrir framförum félaganna getur orðið ómetanlega mikils virði fyrir Austurlandsfclögin, og raunar fyrir ungmennafélagsstarfsemina um land alt, einkum fyrir þá sök, að lýðskólar þeir, sem nú eru starfandi og hin-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.