Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1927, Page 13

Skinfaxi - 01.10.1927, Page 13
SKINFAXI 109 ábyggilega heimalitáður, haldast litirnir ágætlega og eru furðu fagrir og viðfeldnir þó vefnaðurinn hafi verið þveginn og þvældur í áratugu og slitinn til agna að kalla má. pannig hefi eg þekt um rúmábreiður, söðuláklæði, bönd (spjaldofin), einnig margskonar prjón o. s. frv. Lit, sæmilega lialdgóðan, hlýtur að vera hægt að út- búa hér, eigi síður en hvar annarstaðar ef vandvirkni er með og réttar aðferðir notaðar. En eitt er það í þessu, sem eg hygg að meira verði til skemda þeirri ullariðju er skreyta á með ýmsum htum, og enn verra er að ráða bót á. pað er að litsmekkur — litskynjan — fólksins er þvi miður viða að verða hlálega afbökuð, og beint skemd frá því sem áður hefir verið. pað er ein af þeim tisku- (,,moderne“) gönum sem fólk hefir teygt sig eftir í blindni Væri öll þörf á að taka það atriði, ásamt ýmsum fleirum af svipuðu tæi, til nánari íhugunar og mun eg koma að því í öðru sambandi. Til þess að vefnaðarnámsskeið, vefnaðarkunnátta geli að fullum notum komið, útheimtast áhöld, eins og við hverja iðju sem nokkuð kveður að. pað er aðal- lega vefstóllinn sem mestu skiftir. Hann er stórt áhald og dýrt og nokkuð vandgerður, svo góður sé. Áður var það svo þar sem eg þekti, að vefstóll var nálega á liver- jum sveitabæ og þótti sjálfsagt að flest fólk kynni til vefnaðar. Vefstólarnir voru auðvitað misjafnlega góðir, en flestir vel hæfir til þess sem vefa þurfti. Nii mun á flestum vefnaðarnámskeiðum vera ofinn fjölhreyttari vefnaður og útheimtir liann að sumu leyti margbrotn- uri vefstóla. Af þessu, og svo þvi að íslenskir vefstólar hafa eyðilagst, hefir það leitt, að þeir sem við vefnað hafa fengist, hafa orðið að fá útlenda vefstóla, marg- brotna og að sama skapi dýra. Margir, sem læra, hafa ekki efni á að eignast slika vefstóla og geta þvi hvorki haldið iðjunni áfram sjálfir né útbreitt kunnáttu sina. Eg vil nú benda á það, að sæmilega búhagir menn geta búið til vel nothæfa vefstóla eigi síður en áður

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.