Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1927, Page 28

Skinfaxi - 01.10.1927, Page 28
124 SKINFAXI kenna börnunum erlend tungumál, áður en þau eru læs á sitt eigið móSurmál, áður en þau liafa kynt sjer það, sem getur gert þau að sönnum mönnum og góð- um Islendingum, áður en þau kunna að velja og hafna með skynsemd. Og þó hefir þessi ósiður verið tekinn upp i kaupstöð- unum og jafnvel upp í sveitum, að börnunum eru kend erlend tungumál áður en þau eru læs á sitt eigið móð- urmál. petta getur haft afskaplegar afleiðingar fyrir þjóð vora. Hér er beinlínis verið að vinna að þvi, að svifta hörnin fótfestunni, svifta þau hinu besta veganesti sem hægt er að fá þeim í hendur, áður en þau leggja út í h'fið, og kasta þeim út á gaddinn. Og hverjar verða afleiðingarnar? Tungumálaþekkingin, sem þau fá í barnaskólunum, kemur þeim að engu liði. pau eru ekkert betur búin undir framlialdsnám í þessum málum lieldur en þótt þau liefðu ekkert lært í þeim. — Merkir kennarar, sem siðar meir hafa haft þau börn undir liöndum, liafa lýst yfir þessu sama. Og þekking þeirra er auðvitað svo lítil í þessum málum, að þau geta ekki lesið neinar gagnlegar bækur á þeim, þau geta ekkert lesið nema reifararusl, léleg- ustu skrílsögurnar, úrkastið úr bókmentum annara þjóða. En þetta er nóg til þess að spilla bókmentasmekk þeirra, nóg til þess að leiða þau inn á villigötur, sem liggja til andlegrar tortímingar. Og nú er komið svo, að fjöldi ungra manna hefir aldrei lesið íslendingasögurnar, — les yfirleitt ekkerl af íslenskum hókum, — ekkert nema erlenda reyfara. Geta þessir menn orðið þjóðlegir, geta þeir orðið ann- að en mentunarlaus skrill, stefnulaus, viljalaus og óþjóðlegur? pað gegnir að minsta kosti furðu, ef svo verður ekki.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.