Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Síða 30

Skinfaxi - 01.10.1927, Síða 30
126 SKINFAXI niusteri, sem náttúran sjálf hefir svo dásamlega húið þar, að veglegra guðshús getur ekki að líta. Að lokinni guðsþjónustu gengu allir undir fána til Lögbergs, en þar flutti Gísli Sigurðsson kennari ítarlegt erindi um pingvelli og sögu þeirra, skýrði hversu þing var háð o. s. frv. Á eftir lýsti Helgi Valtýsson fyrsta sambandsþingi U. M. F. í., sem háð var á pingvöllum 1907 er Sanibandið var stofnað. Var síðan hlé frá kl. g—5 og notuðu ýmsir þann tíma til að skoða og fræð- ast um sögustaði, en aðrir gengu til leikja uppi í gjá. KI. 5 söfnuðust allir aftur saman í Almannagjá. Flutti þá Guðm. Benediktsson cand. jur. snjalla ræðu fyrir minni íslands, Guðhjörn Guðmundsson talaði nokkur orð til A. Skásheim, sem var gestur U. M. S. K. á ping- völlum þennan dag, en Skásheim svaraði aftur með hvatningaræðu til íslenkra ungmennafélaga. Guðrún Björnsdóttir mintist nýafstaðins sambandsþings og að lokum flutti Guðbj. Guðmundsson nokkur kveðjuorð til félaga og sleit samkomunni kl. rúmlega 6 og kl. 7 liéldu allir heim glaðir í Iund íneð góðar endurminn- ingar dagsins. Veður var hið ákjósanlegasta, og átti það sinn þátt i ánægju manna, jafnframt því sem það gerði tign og fegurð staðarins enn meiri. Samkoman hófst stundvíslega á tilteknum tíma og mættu margir af því læra, þeir sem um likar samlcom- ur sjá og hinir sem þær sækja. Vinna sú sem U. M. S. K. gekst fyrir að framkvæmd væri á pingvöllum siðastl. sumar af hálfu ungmenna- félaga lil undirbúnings hátíðahöldunum 1930 fór fram á tímabilinu 13. júní til 9. júli. Voru þar unnin 167 dags- verlc við sléttun á flöt, sem ætluð er sem tjaldstæði 1930, og við breytingu á vegi, sem um flöt þessa lá. Gekk vinnan vonum betur þegar tillit er tekið til þess, að margir piltarnir voru óvanir jarðabótavinnu. Fé- lagslíf var hið hesta með þeim. Iðkuðu þeir íþróttir á kvöldin, syntu í Öxará, gengu á fjöll, nutu fræðslu um

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.