Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Síða 3

Skinfaxi - 01.01.1930, Síða 3
SKINFAXI 3 Þrastalundur. Þrastaskógur er einn fegursti staður á íslandi. Frarn lijá honum, um Sogsbrú, liggur fjölfarin þjóðbraut upp í sveitirnar vestan Hvítár. Þar um liggur leiðin að Geysi, Gullfossi og Laugarvatni. Er því engin furða, þótt hugsað væri til, að reisa gesthús við Sogsbrú, í Þrastaskógi eða utan hans. Enda hafði ýmsum komið slíkt i hug. 1927 fór Elín Egilsdóttir, gesthúseigandi í Reykja- vík, fram á það, að fá á leigu lilett í suðurodda Þrasta- slcógar, við Sogsbrú, til þess að reisa þar gestliús. Er skemmst af að segja, að samhandsstjórn varð við beiðni Elínar, að vandlega athuguðu máli. Það skiftir U. M. F. í. berlega geysimiklu, hvernig rekið er gesthús í ná- grenni við landeign þess. Með þvi, að húsið sé i Þrasta- skógi, er sambandinu tiyggð íhlutun um rcksturinn. Þeim íhlutunarrétti jióttist sambandsstjórn ekki mega sleppa. Það spillli heldur ekki, að Elin Egilsdóttir er kunn að því, að vera stórlega vönd að virðingu sinni.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.