Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1930, Side 4

Skinfaxi - 01.01.1930, Side 4
4 SIvINFAXI Yar því engum fremur en henni trúandi til þess, að reka gesthús i Þrastaskógi svo, að staðnum væri sómi að. Samningur sá, er sambandsstjórn gerði við E. E. um leigu á bletti undir hús hennar, er mjög strangur af hálfu sambandsins, svo að annálað er. Þar er tryggt svo vel, sem gert verður með samningi, að rekstur húss- ins verður jafnan U. M. F. I. lil fullrar sæmdar. Sam- bandið á forkaupsrétt að húsinu, og ber að keppa að því, að það verði næsti eigandi þess. Leigumáli er sá, að E. E. leggur skógarverði til íbúð (góða stofu), selur honum og aðstoðardreng fæði með tilteknu, mjög lágu verði, og sér um geymslurúm fyrir áhöld Þrasta- skógar. Á sumarmálum 1928 var byriað á liúsgerðinni, en Þrastalundur opnaður almenningi 1. júli sama ár. Full- gert var liúsið þó ekki fyr en seint í júlí. Það er reist í íslenzkum burstastíl, eftir uppdrætti, er gert liefir Þor- leifur Eyjólfsson húsameistari. Allt er húsið hið prýði- legasta og stendur fyllilega á sporði sumargesthúsum í nágrannalöndum vorum. Það er snoturt, vistlegt og mörgum þægindum búið. Þar eru t. d. rafljós, mið- stöðvarhitun, haðklefi, vatnsleiðsla og frárennsli i öll- um gestaherbergjum, vatnssalerni, frysliklefi og ann- að eftir þvi. — Skrúðgarður var gerður við Iiúsið, jafn- snemma og það var reist, og allt umhverfis ]iað er snyrtilegra en dæmi eru til við gesthús annarstaðar á fslandi. Er Þrastalundur fyllilega samboðinn vorum fagra Þrastaskógi. Enda befir Elín Egilsdóttir ekkert látið lil sparað, að svo mætti vera. Hún hefir unnið með fullum skilningi jþess, að hún var að vinna í helgi- dómi islenzkrar æsku. Á hún skilið óskoraða virðingu og þökk ungmennafélaga fyrir það. Megi fyrirtæki hennar blessast sem bezt og njóta vinsælda og viðskifta góðra manna.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.