Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.01.1930, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI og er bætt með lienni úr brýnni þörf. Eigi mun þó bægt vera, að læra dansa eftir henni, án verklegrar leiðbeiningar, enda eigi til þess ætlast. Vikivakabókin verður eigi til sölu í bókabúðum að sinni. En send verður liún til útsölu U. M. F. á slóð- um, þar sem sambandssíjórn er kunnugt, að vikivakar hafi æfðir verið. Einstaklingar og félög, er fá vilja bók- ina, geta leitað um jþað til ritstjóra Skinfaxa, Hring- braut 132, Reykjavík. Fá má hana og hjá Guðbirni Guðmundssyni prentsmiðjustjóra. Verðið er kr. 2,50 og burðargjald að auki, ef með pósti er sent. r Avarp. Eg Iiefi komizt að því, við að vinna að sögu U. M. F. Akureyrar, að ekki er nema liálfsögð saga ung- mennafélaga, þó að farið sé eftir fundabókum þeirra og getið lielztu starfa og framkvæmda, sem þau liafa fengizt við. Meginþýðing U. M. F. liggur í þeirri mót- un og þeim áhrifum, sem liver einstakur félagsmaður hefir orðið fyrir, af félagsbræðrum sínum og félags- skapnum sem Iicild. Þau ábrif eru vafalaust mjög mis- munandi, eftir því, liverja er umgengizt, hve lengi menn eru í félagi, liver andi rikt liefir í félaginu á þeim tíma, hvort þeir liafa unnið að sambandsmálum o. fl. Til ])ess að grafast fyrir þenna þátt sögu U. M. F., langar mig til, að bera fram eftirfarandi spurningar og biðja sem allra flesta ungmennafélaga, unga og gamla, núverandi og fyrverandi, að svara þeim bréf- lega með fáum orðum, eins samvizkusamlega og þeir geta: 1. Hvers vegna gekkst þú í U. M. F.? 2. Hvaða ár var það og bve lengi varstu í félagi?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.