Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1930, Page 14

Skinfaxi - 01.01.1930, Page 14
14 SKINFAXT hluti. Það mun í flesíum tllfellum verða létt verk, ef kröf- urnar eru ekki of strangar. Gaman vœri, að sú hugsjón, sem sett var fram fyrir nokkru síðan af merkum presti hér sunnanlands, msetti rætast, að sýna á landssýningu alla þá muni, sem ungur maður og ung kona, sem ætla að setja bú saman, geta framleitt sjálf til af- nota á heimili sínu. Engin nauðsyn er það að sjálfsögðu, að sami maðurinn og sama konan geri alt þetta til sýningarinn- ar, en gaman væri að geta haft svona deild á sýningunni. Það sem við sérstaklega viljum eiga ungmennafélaga (pilt- ana) að með, er að hafa áhrif á karlmennina í sveitinni eða bænum, um að láta muni á sýninguna. -—- Það verða allir hlut- aðeigendur að minnast þess, að gera ekki sömu kröfur um smíðisgripi, sem eru heimilisvinna, eins og gerðar eru til lærðra iðnaðarmanna. Það er sérstaklega æskilcgt, að hver sýsla, eða að minnsta kosti 2—3 sýslur í fjórðungi hverjum, geti á sinn kostnað sent fulltrúa með munum til Reykjavíkur. Nokkur héruð hafa þegar gert ráðstöfun um jiað atriði og greiða sumstaðar sýslur og félagasambönd þann kostnað í félagi. Landsýningarnefndin hefir samþykkt, að gefa fulltrúum þessum kost á atvinnu við sýninguna (eftirlit með sýningar- munum, meðan sýningin er opin). Gott væri ef nefndin fengi sem fj'rst fréttir af því, hvað héruðin gera í þessu efni og hvort þessu atvinnutilboði verður sinnt. Landsýningarnefndin hefir samþykkt, að greiða flutnings- gjald munanna heim i hérað. Um sölu á sýningarmunum er það að segja, að nefndin mun gera silt ítrasta til, að verða við tilmælum sendenda um að selja, sýningarmuni, jiótt jiað sé að ýmsu leyti ólient- ugt að selja muni og láta fara með þá af landi burt á miðjum sýningartíma. f söludeild sýningarinnar verður þar á móti hægt um vik að sclja, sérstaklega smærri muni, er munu seljast i þúsundatali sem minjagripir. — Það er í ráði, að taka 10% af verði munanna í sölulaun, og gangi til sýningar- innar. Það er ósk vor og von, að lijeraðsnefndir hafi það hugfast, að gera sitt ítrasta um að samræma verðið á því, sem selja á, svo að heimskulegt verð; sé ekki sett á nokkurn hlut, verð scm er til athlægis, en fjarri allri sanngirni. Nefndirnar ættu að leiða mönnum fyrir sjónir, að gamlir, vandaðir, íslenzkir munir ættu alls ekki að vera falir á sýn-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.