Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1930, Page 19

Skinfaxi - 01.01.1930, Page 19
SKINFAXI 19 3. Viljið þér af fremsta megni stuðla að því, að við fá- um að byggja búð í fornmn stíl á Þingvöllum? Skýr svör við þessum spurningum vorum óskast sem fyrst og eigi síðar en 1. april n.k., þvi að við þurfum að skrifa öllum félögunum áður en jþau hætta störfum á komandi vori. En vinnan ætlumst við til að liefjist sein- ast í maí. Við erum reiðubúnir til að mæta á fundi hjá yður hvenær sem er, og óskum þess helzt, lil að skýra nefnd- inni sem nánast frá hug okkar öllum í þessu máli og áliti annarra ungmennafélaga á framkomu nefndarinn- ar gagnvart vinnu þeirra.“ Nokkru eftir að nefndin fékk Jietta bréf okkar, vor- um við kallaðir á fund framkvæmdastjóra Alþingishá- tiðarinnar. Kvað liann nefndina viðurkenna réttmæti gremju okkar og biðja afsökunar á, hve illa tókst til. Væri nefndin fús að þiggja vinnu okkar sem fyr og skyldi nú betur fyrir öllu séð. Væru nú næg verkefni fyrir hendi, svo sem: að leggja veg inn í Bolabás, að slétta einhverjar flalir og að liyggja upp Þingvallabæ- inn. Að vísu væru þetta alt stærri verk en svo, að við gætum einir afkastað þeim og yrðum við því að vinna þau með öðrum verkamönnum ríkissjóðs. Þessu vinnulagi neituðum við hiklaust, því við litum svo á, að þvi aðeins gætum við farið fram á það við félögin, að þau legðu fram vinnukraft, að unnið væri að einhverju því, sem staðið gæti sem sýnilegur vottur um fórnfýsi félaganna og þau gætu lielgað sér, til minn- ingar um hátíðina miklu, jafnframt þvi, sem þau sýndu sérstaklega hug sinn til jþessa helgistaðar þjóðarinnar. Þess vegna vildum við fá að byggja búð i fornum stíl eftir fyrirsögn þeirra, er nefndin teldi færa til slikra leiðbeininga. En bvaða svar fáum við þá ? Að við getum ekki fengið að byggja búð vegna þess, að búið sé að leyfa Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík búðarbygg-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.