Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1930, Síða 23

Skinfaxi - 01.01.1930, Síða 23
SKINFAXI 23 Á islenzka tungu er ekkert ritað um sálarlíf unglinga á þvi skeiði, er U. M. F. mega frckast áhrif hafa á þroska þeirra. Uppeldismál séra Magnúsar Helgasonar fjalla um bernsku- árin, en almenn sálarfræði Ágústs háskólakennara Bjarna- sonar ræðir einkum um fullþroska menn. Hér liggur æskan á milli, en þá gerast ærnar byltingar i likama og sál. Skal hér nú bent á bækur tvær um æskulýðssálarfræði, þær er telja má áhrifamönnum U. M. F. hollt og enda nauðsynlegt að kynnast til hlítar. Höfundar beggja eru merkir æskuleiðtog- ar, hvor með sinni þjóð. Ynglingaáldern och dess psykologiska utveckling eftir Axel Hearberger, prest og skátaforingja í Oxelösund í Svíjjjóð, er lítil bók, aðeins 78 bls. i litlu 8 hl. hroti, og kostar 1,50 s. kr. Á þessum fáu hlöSum er furðulega miklu efni þjappað sam- an, og svo er skýrt og skipulega fram sett, að unun er að lesa. Bókin segir höf. í formála, að ætluS sé forystumönnum æsku- lýðshreyfinga. Hún er í 9 köflum, og eru fyrirsagnir þeirra þessar: I. Likamleg þroskun. II. Iíynlífið. III. Vitlífið. IV. Tilfinningalifið. V. Viljalífið. VI. Siðlegt líf. VII. Trúarlif. VIII. Félagslega lífið. IX. Starfslífið. Gefa kaflaheitin hug- mynd um efni kversins. Eg mæli fastlega með þvi, að bókasöfn U. M. F. og þeir ein- staklingar, sem skilja vilja æskumenn, nái sjer i bók þessa. Hún er skýrasta og viðráðanlegasta yfirlit, sem eg þekki, um sálarlíf æskumanna. Verðið er engum manni ofvaxið og mál- ið létt og falleg sænska. De unges Sjæleliv i Overgangsaarene, eftir Alfred Christian- sen kennaraskólastjóra í Khöfn, er mun stærri bók en hin. 241 bls. í Skinfaxabroti. Kostar 8 d. kr. i kápu, en 14 í skinn- bandi. Hér er miklu ýtarlegri æskulýðssálarfræði en í bók Hearbergers, en langdregnari og naumast jafnskýr. Vafalaust gæti bók þessi verið leiðtogum U. M. F. mjög mikils verð leiðbeining. „Aðalhlutverk bókarinnar er það, að vera starfs- mönnum æskulýðshreyfinga hvöt og leiðbeining til betri starfa.-----Ilún er skrifuð vegna æskulýðsins, til að hjálpa honum til þess, sem hann þarfnast mest og á heimtingu á: skilnings", segir höf. Bók þessi hefir náð miklum vinsæld- um í Danmörku og komið í tveimur útgáfum (1. útg. 1926). Jafnframt bókum þessum vil eg nefna Pojken och ledaren. Handbok i kristligt pojkarbete, eftir Hugo Cedergren, fram- kvæmdastjóra landssambands K. F. U. M. i Svíþjóð, og Arvid

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.