Skinfaxi - 01.03.1932, Side 8
32
SKINFAXI
búnir að veita henni stuðning, þegar hún þarf og vill.
— Eg efast um, að aðrir forystumenn U. M. F. hafi
skilið lífsskilyrði félaganna og eðli æskunnar betur
en L. J. R. Stafar ekki deyfð margra U. M. F. einmitt
al' því, að þau liafa elzt með fyrstu forvígismönnun-
um, en æskan ekki komizt að til að lialda þeim i lif-
andi straumi tímans?
En þó að eg telji Lárus hafa farið þarna með rétt
mál, held eg' hann hefði átt að vera kyr i U. M. F. A.
Það má engin kynslóð við að missa manna, sem á
jafnmikið af drengskap, ósérplægni og ást á góðum
málum og hann, meðan þeir ern starfhæfir og eiga
sér æsku i anda.
Fn — livað sem því líður: Þakka þér fyrir áhrif-
in, sem þú liefir liaft á ungmennafélögin og æsku
landsins, Lárus Rist! Æskan hyllir þig ennþá, eins
og hún gerði fyrir 25 árum.
A. S.
Vor.
(Lag: Blessuð sértu, sveitin mín).
Nú hefir sólin sigri náð,
sumarið í garðinn borið,
blessun gfir byggðir stráð,
bikar lífsins fyllt af náð.
Ó, hve vænkast allt vort ráð,
allt, sem lifir, lujllir vorið!
Nú hefir sólin sigri náð,
sumarið í garðinn borið.
Þú fyllir dali friðaróm,
— fæst þar hvíld hjá áarniði —
fuglasöng og fossahljóm,
fögur skína marglit blóm;