Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 25
SKINFAXI 49 kápan skýldu mér sem þurfti fyrir regninu. Eftir að við höfðum borðað, tók systir min mig með sér og sýndi mér allt það rnarkverðasta á bænum og í kring. Annars lét Flóinn lítið yfir sér þann dag, þvi að þokan huldi iitsýnið að mestu. Þegar tími þótti til kominn, fórum við að búast til heim- ferðar, glöð fyrir góðar viðtökur. Billinn ætlaði að taka okk- ur aftur, þar sem við fórum úr honum. Ennþá var þoka og þétta-úði, en allt var undarlega skeinmtilegt. Við og við var eg spurður að, hvort eg væri ekki þreyttur, en mér fannst mér bara batna við þessa ferð. Á tilsettum tíma kom bíllinn og flutti okkur upp í Hveragerði, þar sem ég var skilinn eftir. Rólega kvaddi eg foreldra mina; eg vissi, að eg átti að vera þar mér til hressingar og eg vildi verða stór og hraustur. Um kvöldið sofnaði eg með hinn skemmtilega dag i huganum og lengi eftir það voru minningar um hann efst í húga mínum. Og þó að margir væru sólbjartir dagar á síð- astliðnu sumri, var mér enginn slíkur sem þessi rigningar- dagur. Félagsmál. —o--- „Þröstur“. 1. febrúar 1931 var stofnað unglingafélag með þessu nafni í Nýja barnaskólanum í Reykjavík. Stofnendur voru 12 skóla- drengir og auk þeirra Sigurður Thorlacius skólastjóri og Aðal- steinn Sigmundsson kennari. Eigi var bætt við nema fáum fé- lagsmönnum þar til í haust, en nú eru félagsmenn nálægt hálfu öðru hundraði, drengir og stúlkur. Starfar það í fjórum sveit- um. Félagið liefir engin lög, en ætlun þess er að lijálpa fé- lagsmönnum til aukiiis þroska og þegnskapar. Fundir eru haldnir af og til. Fimleilcar eru iðkaðir i þremur flokkum og ghma í tvcimur. 9 stundir á viku iðka börnin handavinnu, drengir smíði en stúlkur sauma, og er ráðgert, að selja vinnu þeirra til hagsbóta fyrir félagssjóð. Þá hefir félagið farið nokkrar gönguferðir uin nágrenni bæjarins. Það gefur út fjöl- ritað blað, og fleira gerir það til gagns og gamans. Mörg rök liggja til þess, að „Þröstur" geti orðið eitt stærsta og áhrifaríkasta æskulýðsfélag landsins. Ytri skilyrði félags- ins eru hin glæsilcguslu, þar scm það hefir aðgang að húsa- kynnum og áhöldum stærsta skóla landsins. Framtíð félagsins

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.