Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 3
SKINFAXI
27
Haustið 1897 fór hann í gagnfræðaskólann á Möðru-
völlum og lauk þar námi 1899. Haustið 1900 fór hann
til Noregs og ællaði að nema dúkagerð í klæðaverk-
smiðju i Björgvin, í því skyni, að koma á fót ullar-
iðnaði á Islandi. Hann varð þó að hverfa frá námi
þessu þegar á l'yrsta vetri, sakir veikinda, og sneri
þá lieim.
Snemma hafði Lárus lagt stund á sundnám og náð
meiri leikni í þeirri íþrótt
en þá var títt. Vorin eftir
að hann kom frá Noregi,
slundaði hann sundkennslu
að Laugalandi i Eyjafirði,
en kenndi hörnum á vetr-
um.
Um þetta leyti flutti Eim-
reiðin ritgerð um lýðháskól-
ana dönsku, eftir Jón Jóns-
son sagnfræðing. Vakli hún
talsverða athygli og varð
m. a. til þess, að þeir Lár-
Us og Oddur (Rafnar, nú
framkvæmdastjóri Hafn-
ardeildar S.Í.S.), elzti sonur séra Jónasar á Hrafna-
gili, fóru í lýðháskólann i Askov haustið 1903. Stund-
aði Lárus þar nám í tvo vetur og varð fyrir mjög
sterkri vakningu. Telur liann þá Ludvig Schröder,
prófessor la Ciour og Jalcoh Appel liaft hafa mest
áhrif á sig.
Að Askov heindist lnigur Lárusar fjæst að því, er
síðan varð æfistarf lians. Hann segir svo sjálfur frá:
«Þegar eg kom til Askov, þá 24 ára gamall, hafði
eg aldrei séð leilcfimi. Að vísu liafði eg heyrt Iienn-
ar getið, en fengið ranga hugmynd um hana og henn-
ar tilgang. Eftir að eg hafði verið nokkra tíma i leik-
fimi, fann eg hrátt hve mikla þýðingu hún hafði
Lárus .1. Rist.