Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 14
38
SKINFAXI
„Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss lierði,
fjöll sýni torsóttum gæðum að ná.
Bægi sem Kerúb með sveipanda sverði
silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.“
Þetta skildi ekki Hrafna-Flóki til fulls. En bann er
ekki einn um þá liitu. IÞeir menn eru til á öllum tím-
um og í öllum áttum, scm skilja það ekki, að liæfi-
legt starf, hæfileg barátta, er eitt aðal skilyrðið fyrir
þvi, að þroski eigi sér slað.
Ilingað fluttu landnemar fyrri meira en 1000 árum.
Þeir komu „austan um hyldýpis baf.“ Þeir létu eftir
sig arf til eftirkomendanna. Þeir gerðu þetta land að
landinu sínu og okkar. Það var ekki eindregið kosta-
land. En það er nú cign okkar með öllum sínum gögn-
um og gæðum. Landið með fjöllin báu og tigulegu,
dalina idýlegu og fögru, landið sem iðar í tíbránni,
þegar vorblær andar umhverfis og ilmur cr úr grasi,
landið sem býður velkonina til sín sumargestina góðu
— vorfuglana, þegar sól liækkar og dag lcngir, landið,
sem á iil svo margar andstæður: fjöll og dali, grjót
og gróið land, skammdegis myrkur og nóttlaus dæg-
ur, blíðu og bylji.
Þarna festi islenzka þjóðin rætur. Hún átti og á
sína siði, sem liún hefir varðveitt. Það er einstakl þrelc-
virki, að bún hefir varðveitt tunguna, ástkæra ylbýra
málið. Þar hefir bún notið þeirrar aðstöðu, live ein-
angruð liún var, en goldið þess á ýmsan bátt annan.
Þeir menn eru að vísu til, sem láta sér á sama standa
um íslenzkuna, hvort liún er varðveitt eða ekki. Vinn-
um að því, að ])eim fækki en fjölgi ekki — að eyru
þeirra mætli heyra liljóm málsins, slyrk þess og mjúk-
leik, að liugur þeirra nemi yndi við að lesa góðar
hugsanir, klæddar í fagran, íslenzkan búning.
Menningin dafnar. Mikill hluti þeirra gæða er að-
fenginn, Iiefir borizt hingað handan vfir pollinn. Um