Skinfaxi - 01.03.1932, Qupperneq 27
SKINFAXI
51
mér vinnustofu, sem liggur i námunda við Péturskirkjuna,
og hefi eg þaðan útsýni yfir alla borgina, sem er mjög fag-
urt, en í fjarska eru fjöll, sem minna mig mikið á gömlu
átthagana, og er það stórmikill munur eða i Kaupmanna-
liöfn. -— Sjálf vinnustofan er hin ákjósanlegasta, liggur á
fyrstu hæð og er með ofanijósi. En fyrir utan er stór garð-
ur, þar sem vaxa allskonar suðrænar jurtir og tré og ávexlir,
og er þessi garður líkastur því, að Eden væri.“ I þessu um-
hverfi og suðrænni hrifningu smíðar hann nú „perlu í krónu“
gömlu fjallkonunnar.
Sundnámskeið f. S. í.
Að tilhlutun sljórnar í. S. í. verður sundnámskeið haldið
i Reykjavík i maí-inánuði n.k.,, fyrir sundkennara, og aðra
þá, scm vilja vinna að aukinni sundkunnáttu hér á landi.
Námskeiðið á að standa yfir i mánaðartíma, og hefst 1. maí;
kennslan verður ókcypis. Kennslan verður bæði hóklega og
verklega. f sambandi við sundnámskeiðið verða fluttir fyrir-
lestrar um björgun, lífgun og nytsemi sundkunnáttu fyrir
þjóðina. Aðaláherzla verður lögð á Jiað, að kenna nemend-
um til hlítar almenn sund, björgun og iifgun; einnig skrið-
sund (crawl) og dýfingar, ef Jiess er óskað. Yfirleitt eiga
sundkennarar að geta fengið alla þá sundmenntun á nám-
skeiðinu, sem þeir óska að fá. Er hér því ágætt lækifæri
fyrir sundkennara til framhaldsnáms. Aðalkennarar nám-
skeiðsins verða Jieir Jón og Ólafur Pálssynir sundkennarar.
Umsóknir skulu sendar til forseta í. S. í., pósthólf 504, Rvík,
sem gefur allar frekari upplýsingar um námskeiðið. Sjá aug-
lýsingu á öðrum stað í blaðinu. Tilkynnið þátttöku yðar sem
fyrst. — Skinfaxi vill livetja sundkennara til Jiess að sækja
Jietta námskeið.
Bækur.
Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar h e n n a r. Drög til lýs-
ingar á íslenzku þjóðlífi, mótuðu af skaftfellskri náttúru. Sett
fram í ritgerðum af 40 fulltrúum skaftfellskrar alþýðu. R j ö r n
O. Björnsson hjó undir prentun og gaf út. Rvik 1930. —