Skinfaxi - 01.03.1932, Side 18
42
SKINFAXI
til nýs lifs og verða framkvæmd innan skamms.
„Mærin er eklci dauð, heldur lifir hún“.“
Nú finnst mér mærin vera búin að sofa nógu lengi,
og að það sé hlutverk ungmennafélaganna að vekja
hana.
Það má ekki minna vera, en að þau taki málið
til alvarlegrar umræðu, svo að það geti kornið í ljós,
hvort meiri hluti ungmenna íslands er ekki liugmynd-
inni fylgjandi. Þvi að ef þau eru með henni, liver
ætti þá að vera á móti henni?
Það hefir margl hrcytzt síðan árið 1903. Óleljandi
möguleikar og verkefni hafa vaknað hjá þjóðinni,
og mörg ný áhugamál hjá æskulýðnum.
Þegar eg lmgsa um þegnskylduvinnuna, þá finnst
mér, að hún geti hezt af öllu hjálpað til að koma
fram mörgum áhugamálum ungmennafélaga. Og eg
get alls ekki Iiugsað eins og vísuhöfundurinn, sem
sagði, að öll sælan væri sú, að fá að vera þræll, „og
moka skít fyrir ekki neitt“. — Því að einmitt hið
hezta, sem þeir fá fyrir vinnua, er að læra það, að
flcira er verðmæti en peningar, og að það er ekki
takmark lífsins, að athuga aðeins og reikna út, hve
margar krónur fáist fyrir livert viðvik. Það er líka
vert að athuga þelta: Er verkið þarft, og sjást þess
minnjar, þegar maðurinn er liorfinn?
Eg vil hiðja ykkur að athuga, að eg hugsa mér
ekki þegnskylduvinnuna sem leiðinlega kvöð, er
þröngvað sé upp á æskufólkið, heldur tel eg, að hún
muni verða glæsilegur menningarskóli, er stofnaður
sé fyrir pað. Og að sá skóli hafi þann kost fram yfir
aðra skóla, að hann nái til allra ungra manna; líka
þeirra, sem ekki hafa ástæður né framtak i sér til
þess að sækja aðra skóla, en þeir unglingar þarfn-
ast þess mest, að mannast. Og að í þessum skóla
vinni saman, að varanlegum þjóðþrifaverkum, allir
ungir menn, ríkir og fátækir, úr sveitum og kaup-