Skinfaxi - 01.03.1932, Qupperneq 16
40
SKINFAXI
Þegnskylduvinna.
Nú er senn liðinn þriðjungur aldar, síðan þegn-
skylduvinnuliugmyndin kom fyrst á dagskrá lijá
þjóðinni. Á Alþingi 1903 bar Hermann Jónasson trá
Þingeyrum fram tillögu (il þingsályktunar, svoiiljóð-
andi:
„Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina, að
semja og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga
um þegnskylduvinnu á íslandi, cr bindi í sér eftirfar-
andi ákvæði:
1. Að allir verkfærir menn, sem eru á íslandi, og
liafa rétt innfæddra manna, skuli, á tímabilinu
frá því þeir eru 18—22 ára, inna þegnskyldu-
vinnu af hendi, á því sumri, sem þeir æskja eftir
og hafa gefið tilkynningu um fyrir 1. febrúar
næst á undan. En liafi einhver ekki innt þegn-
skylduvinnuna af hendi, þegar liann er 22 ára,
þá verði liann frá þeirn tíma og til 25 ára aldurs,
að mæta til vinnunnar, nær sem hann er til þess
kvaddur, en megi þó setja gildan mann i sinn
stað, ef knýjandi ástæður banna lionura að vinna
sjálfur af sér þegnskylduvinnuna.
2. Að þegnskylduvinnan sé i því falin, að liver ein-
stakur maður vinni alls 7 vikur á einu eða tveim-
ur sumrum, eftir því sem hann óskar, og að vinn-
an sé endurgjaldslaus að öðru en því, að hver
fái kr. 0.75 sér til fæðis yfir hvern dag, sem hann
er bundinn við nefnda vinnu.
3. Að þegnskylduvinnan sé framkvæmd við jarð-
yrkju, skógrækt og vegavinnu í þeirri sýslu, sem
hver og einn iiefir heimilisfang, þegar hann er
skráður til þegnskylduvinnunnar.