Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1932, Síða 26

Skinfaxi - 01.03.1932, Síða 26
50 SKINFAXI veltur því á æsku þeirri, er til þess leitar, hugkvæmni lienn- ar og starfsdáð. Reynslan, sem fengin er, lofar góðu um það efni. Bréfkaflar um bindindið. Björn Guðmundsson á Núpi skrifar: „Ekki ein einasta veila er lil á þessu sviði í félagi mínu. Og ég get sagt þér, að í sveitinni allri — i öllum hreppnum sést aldrei vin; hér er enginn maður til, sem hefir tilhneigingu til þess að neyta áfengis eða lita við þvi á nokkurn hátt. Áfengi er al- gerlega landrækt úr Mýrahreppi." Sigurður Jóhannsson, form. U. M. F. Þorsteinn Svörfuður, skrifar: „Það mál, sem eg vil fyrst og fremst vinna að sem formaður félagsins, er að hreinsa það alveg af áfengisnautn- inni. Um uppgjöf á því máli vil eg ekki tala, sízt nú, þegar mest reynir á. Það er einmitt sú eldraun, sem U. M. F. eiga að koma út úr alveg hrein. Mér finnst það vera lítilmannlegt, að gefa upp vörnina, strax og eitthvað reynir á, því að með þvi glatar maður virðingunni fyrir sjálfum sér, og þeir, sem utan við standa, tapa álili á ungmennafélagsskapnum yfirleitt. Ef við getum ekki staðið sainan um þetta mál og rækt drengi- lega bindindisheitið, ]já getum við ekki haft að kjörorði: Is- landi allt.“ Tryggvi Sigmundsson, Ytra-Hóli í Kaupangssveit skrifar: „— Mér er ánægjuefni að lýsa þvi yfir, að síðan um áramót 1927—'28 hefi eg ekki orðið brota var innan félagsins. Og eg held þvi hiklaust fram, að félagar mínir standi sem einn maður með skuldbindingunni eins og lnin er.“ Noregs ungdomslag liefir boðið U. M. F. í. að taka þátt í 10. móti fyrir norræna sveitaæsku, en það verður haldið í Osló 25.—27. júní n. k. Ungmennafélagar, sem ástæður kunna að hafa til að sækja mótið, eru beðnir að láta sambandsstjóra vita. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, æfintýradrengurinn, fór til ítaliu s.l. haust og dvelur nú í Rómaborg. Hefir liann skoðað söfnin í lista- borgum Þýzkalands og Ítalíu, og er nú tekinn til óspilltra mála við leirinn. „Til þess að hafa verulegt gagn af veru minni hér,“ segir hann i bréfi til ritstj. Skf., „hefi eg fengið

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.