Skinfaxi - 01.03.1932, Blaðsíða 13
SKINFAXI
37
og virðingu þeirra,sem þeim kynniust. Þeir juku liróð-
ur þjóðar sinnar, reyndust sannir landnámsmenn. Þeir
unnu fyrir lifsnauðsynjum með atorku, unnu sér álit
og traust í ókunnu landi. Og um leið báru þeir sæmd
þjóðar sinnar víðar en áður hafði verið. Þess vegna
gat þjóðin lieima sætt sig við orðinn lilut og unað lion-
um allvel.-----
Enn eru til menn, sem bera glögg einkenni Hrafna-
Flóka. Þeir væri að visu of hart dæmdir, ef sagt væri,
að þcir ætti ekkert áhugamál. En þeir vita ekki livað
])eir vilja. Þeir verða því aldrei sigursælir. Ef til vill
eru þeir fljótir að liugsa og ákvarða. Það gcta verið
góðir kostir. En þá skortir slaðfeslu. Þá vantar þrek.
Þegar sigurinn verður ekki eins auðunninn og vonir
stóðu til, gefast þeir upp. Þá fer svo stundum, að sá,
er i upphafi heitti sér í strauminn, lætur að lokum
herast með honum hraðar og hraðar, veitir ekki við-
nám og verður skipbrotsmaður. Hann getur að vísu
leitað annars verkefnis, en þá fer oft á sömu leið.
Hann reynist ekki hæfur landnámsmaður. ■— Hinn, sem
heitir i strauminn og lætur ckki hugast, verður sá
sterki. Hann kemur flestum fyrirætlunum sínum i
framkvæmd, Og þeir, sem í upphafi voru samferða-
menn, og virtust standa jafnt að vígi, fjarlægjast livor
annan, skoðanirnar verða ólíkar, áhugamálin ólík. Þá
fer það sem oftar, að „liver er sinnar gæfu smiður.“
Enn er ísland líkt og í upphafi landnáms, kostir
þess og gallar. En tímarnir hafa hreylzt. Þrátt fyrir
fálækt og fámenni þjóðarinnar, blasa nú víða við aug-
um varanleg mannvirki. En verkefnin bíða, og land-
ið kallar el'tir hraustum höndum og öruggum hug.
Hverjum heilum dreng gefst því tækifæri að sýna það
i verki, að hann „elski, byggi og treysti á landið“. Ein-
mitt vegna þess, að möguleikarnir eru margir, verka-
hringurinn víður, lítur hann landið hýru auga: