Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 3
SKINFAXI
3
mörku. I Noregi var á þessum tíma sterk þjóðleg vakn-
ing. Norðmenn höfðu skilið við Svía 1905 og þar með
loks slitið af sér öll erlend valdabönd, er á þeim liöfðu
hvílt um mörg hundruð ár.
Þetla tvennt, hin sterka innri vaxtarþrá þjóðarinn-
ai% og dæmi frænda vorra, Norðmanna, voru þeir und-
irstraumar, sem mest réðu í stefnu hinna fyrstu ung-
mennnafélaga. Stefnuskrá og skuldbinding hinna fyrstu
ungmennafélaga voru merkilegar, álíka merkilegar og
stefnuskrá Fjölnismanna var 70 árum áður. Einkunn-
arorð þeirra voru: Sannleikurinn og réttlætið fyrir öllu.
Ef æska allra líma á Islandi einsetti sér að lifa sam-
kvæmt þessum einkunnarorðum, þá væri menningu
þjóðarinnar að fullu horgið. Félagar gátu þeir einir
orðið, sem „treystu handleiðslu guðlegs afls“. En hér
var ekki að ræða um neinar sértrúarkreddur, heldin
trú þá, sem felst í vísu Steingríms Thorsteinssonar:
„Trúðu á tvennt i heimi
tign seni æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
guð i sjálfum þér.“
Hugsjónin var sú, að sannleikurinn og réttlælið
væru guðlcg öfl og með ]>vi að taka þau i þjónustu sína,
þá gæti æska íslands unnið stór afrek til lieilla fyrir
sjálfa sig, land sitt og ])jóð. Þá var það eitt i skuldbind-
higu félagsmanna, að þeir urðu allir að vera vinbind-
indismenn. Vínnautn var í augum hinna fyrstu uug-
mennafélaga skortur á sannri menningu. Hún veikl-
aði menn líkamlega og andlega, og hún var ekki um
hönd höfð í þjónustu sannleika og réttlætis. Bakkus
var falsguð, Loki i mannheimi. En höfuðtilgangi sínuin
lýstu stofnendur ungmennafélaganna hezt með þess-
ai'i grein: „Að reyna af fremsta megni að efla allt það,
sem er þjóðlegt og ramíslcnzkt og liorfir til gagns og