Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 10
10
SKINFAXI
heimsins, meöfædd vandvirkni og vantrú á sjálfan sig
sluðlaði allt að því að gera hann kröfuharðari með
hverju ári. En ávöxturinn af vandvirkni hans og nost-
urssemi varð líka sá, að þegar hann eftir Spönsku
veikina 1918 telcur að yrkja af nýjum móði, rís þar
upp nýtt og sérstætt skáld með eigin einkennum og
eigin lclið.
Þó að Magnús áliti sig' aldrei annað en kalinn kvist á
skáldmeiðinum, gat vinum lians og kunningjum ekki
dulizt, að hér var á ferðinni frumlegur söngvari, sem
með réttu gat lieimtað rúm í höllu Braga. Og þeir gátu
lílt unað því, að liann græfi pund sitt gersamlega í jörðu.
En sjálfur lét hann sér þó enn fátt um finnast, og varð
því dulari á Ijóðagerð sina sem kunningjarnir létu sér
tíðara um hana. Þó birtust í Eimreiðinni 1920 nokkur
smákvæði undir dulnefninu Örn Arnarson. Þá var
Magnús 36 ára gamall. Sendi hann ritinu kvæði sín að
öllum óvitandi, og bjóst ekki frekar við þvi, að þau
yrðu hirt. — Var þetta einungis eins konar rælniskennd
tilraun frá hans hendi, og réði mestu í þeim efnum, að
hann þurfti sárlega á peningum að halda. Fannst hon-
um lílið gera til, þótt hann reyndi þá leið, sem hann
sizt bjóst við að gæfi nokkuð í aðra liönd.
í þann mund var ritstjóri Eimreiðarinnar Magnús
Jónsson prófessor. Sá hann strax, að hér var á ferðinni
mikið og sérstætt skáld. IJann átti allmikil hréfaskipti
við skáldið og sparaði ekki að ýta undir það. En Magn-
ús Stefánsson fór sér að engu óðslega frekar en fyrri
daginn og þótt liann mæti orð ritstjórans mikils, liélt
hann sinum háttum sem fyrr og dró sig enn í hlé.
Um verkanir þessara kvæða út á við, sem í Eim-
reiðinni birtust, er það að segja, að allir luku upp einum
munni um það, að þau væru prýðisvel ort og bæru
vitni um óræka listgáfu og listasmekk.
Og nú heldur Magnús áfram að yrkja, og átti nú
orðið allmikla syrpu. Ekki kom honum samt til hugar