Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 37
SIvINFAXI 37 þjóð sína upp til meiri framfara og dáða. Æsku, sem staðráðin var i því að fegra lifið og auðga og binda þjóð sína traustum böndum við sögu sína og uppruna. Æsku, sem vildi vekja þjóðina og fá liana til að liugsa hátt. Þessi „heiti blær“ æskunnar meðal þessara tveggja frændþjóða liefir margvísleg áhrif, sem bér verða ekki rakin. Aðeins skal á það bent, að mjög urðu þessi sam- tök æskunnar til þess að berða á sjálfstæðisbaráttu þjóðanna beggja. Hitt mun þó meira virði, hversu á- hrif þeirra urðu lieilladrjúg lil þess að glæða þjóðernis- vitund og félagsþroska fólksins og efla þar með þá eig- inleika, sem frjálsri þjóð eru nauðsynlegir. Og þetta starf takmarkast ekki við neitt og neiriur aldrei staðar, lieldur vex með þjóðinni, sem þáttur i lífi fólks á með- an frelsi og menningu er unnað. íslenzku ungmennafélögin eru stolt af því að vera afspringi þeirra norsku, með sama markmið og til- gang, á sama liált og Islendingar telja sér til ágætis að vera afkomendur liinna liraustu, norsku víkinga. Frum- herjar islenzku Umf. höfðu dvalið í Noregi, hrifist þar af þessari þjóðernisvakningu æskunnar og vildu gjarn- an tendra þennan eld meðal íslenzkrar æsku. íslenzk ungmennafélög eiga því margt að þakka norsku ungmennafélögunum á hálfrar aldar afmæli þeirra. Þau senda þeim innilegustu kveðju og árnaðar- óskir og fagna af alliug, að þau skuli geta minnzt af- mælisins í „frjálsum Noregi“, og skilja vel þær tilfinn- ingar, sem fram koma í bréfi, sem ritari, Noregs Ung- domslag sendir U.M.F.Í., þar sem liann segir „að það sé þeim mikið ánægjuefni að sjá sem flesta æskumenn frá hinurn Norðurlöndunum heimsækja þá, eftir hin mörgu og erfiðu ár.“ Margþætt starf er því enn framundan fyrir æsku Noregs, eftir öll þessi erfiðleika ár. Megi henni ganga vel að græða þau sár, sem landið og þjóðin hafa hlotið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.