Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 11
SKINFAXI 11 gefa út Ijóðabók. Sem fyrr leit liann á þessi ljóð sín aðeins sem tómstundadútl, er ekki ætti annað erindi i keiminn en stytta honum sjálfum stundir. Nú koma vinirnir til skjalanna og vilja, að hann gefi iafarlaust út bók. Og Magnús lætur tilleiðast, og árið 1924 kemur út ljóðabókin Illgresi, eftir Örn Arnason. Það var aðallega einn maður, sem stuðlaði að því, að Illgresi kom út, Kristinn Ólafsson, þá bæjarstjóri i Vestmannaeyjum. Hann sá um útgáfu bókarinnar og annaðist allar fjárreiður i sambandi við liana. En skáld- ið átti þó enn góðan hauk i horni sem Magnús Jónsson prófessor var, og var hann mjög hjálplegur við útgáf- nna. Skáldið vildi að vonum ekkert við það eiga. Magnúsi kemur ekki til hugar að setja sitt raunveru- lega nafn á bókina, dulnefni var sjálfsagt. Annað hefði líka verið uppreisn gegn eðli hans og lyndiseinkunn, sem óneitanlega var í hinum ríkasta mæli slungin þeim þætti að dyljast. Og heiti bókarinnar, Illgresi, gefur og fullkomlega til kynna, livers konar gróður í túni Braga uonum hefur fundizt þessi ljóð sín, eða hvaða dóm kann hefur búizt við að fá fyrir þau. Þó er ckki fju-ir það að synja, að oft kenndi galsa i liáttum Magnúsar, °g má vel vera, að þar sé að noklcru leyti að finna or- sökina að nafngift bókarinnar. Einnig mun hann liafa 'viljað líla á sig sem ádeiluskáld, og var þá nafnið hressilega valið. En þótt bókin væri frá höfundarins hendi ekki valið virðulegt heiti, og hún skreytti sig á þann hátt ekki ineð fagurfjöðrum, var henni samt tekið með kostum °g kynjum. Ritdómarar tóku lienni opnum örmum og ívaivetna, sem um hana var ritað, var lokið á hana ° so, <’K En dómur þjóðarinnar var þó sýnu stórkost- legri: Bókin seldisl upp á örskömmum tíma. Þessi fyrsta útgáfa af Ulgresi var aðeins 82 bls. í kvartbroti. Voru kvæðin 40, 4 stökur og 7 þýdd ljóð. I.angmest bar á hinum hnyttnu smákvæðum og kvið-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.