Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI II. íslenzk Umf. munu fjölmenna að Laugum í Reykja- dal um fyrstu helgi j júlí. Þar stendur sá héraðsskóli, er fyrstur var reistur á heitum stað, m. a. fyrir forgöngu ungmennafélaga í S.-Þingeyjarsýslu. Skammt þaðan var fyrstá Umf. stofnað 14. janúar 1906. Héraðssamhöndin munu flest senda keppendur á Laugamólið og Umf. víðsvegar um landið munu nú þeg- ar undirbúa hópferðir að Laugum, til þess að taka virkan þált í afmælisfagnaðinum. Undirbúningur er bafinn fyrir nokkru á Laugum og hcfir þar meðal ann- ars verið gerður iþróttavöllur. Héraðssamband S.- Þing. befir alla forgöngu um undirbúning, og fer hann myndarlega af stað. Stjórn þess skal tilkynnt um þátt- töku í íþróttunum með viku fyrirvara. Hópferðir verða að sjálfsögðu með tjöld og annan nauðsynlegan viðlegu- útbúnað. Þarna hittast æskumenn og meyjar úr öllum landsfjórðungum. Dvelja við iþróttir, ræður, söng, kvikmyndir og aðrar skemmtanir tvo daga í ríki hinnar „nóttlausu voraldar veraldar“. Treysta bönd kynningar og ræða sameiginlegt framtíðarstarf, mikilvægt starf fyrir islcnzka æsku, og minnast jafnframt með þakklæti æskumannanna fyrir 40 árum, sem gáfu Umf. þann lífsneista, er varðveizt liefir með þjóðinni þessa áratugi. Kvikmyndin mun svo geyma þennan merkisviðburð, svo þeir, er heima dvelja, gcti síðar notið að nokkru þess er fram fer. U.M.F.Í. á þegar kvikmynd frá Hvann- eyrarmótinu 1943 og mun hún verða sýnd meðal Umf. jafnframt þessari. Ungmcnnafélagar! Fjölmennið á Laugamótið. Und- irbúið för ykkar vel. Iljálpizt öll að því, að gera þennan afmælisfagnað glæsilegan og samboðinn islenzkri æsku. Það verður gagnlegt veganesti að 50 ára áfanganum. Islandi allt!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.