Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 31
SKINFAXI
31
lui®a myndaval sitt við menningarhæfi og siðleg áhrii'.
^ erulegur liluti þeirra kvikmynda, sem sýndar eru
J,’®r á landi, eru allt annað en uppbyggilegar. Fjöldi
þeirra eru meðlialdsmyndir úr lífi eyðslustétta. Þar
er varpað Ijórna meðlialds og aðdáunar yfir ýmis-
Jegan hégóma og fánýti, sem ekki þarf að eiga neitt
skylt við menningarlíf eða raunveruleg lífsþægindi.
Slíkar myndir stuðla að því, að áhorfendunum finn-
íst hégóminn æskilegur og eftirsóknarverður, að ekki
Se meira sagt. Eins er það áreiðanlegt, að margar
^yndirnar eru útbreiðslutæki tóbaksnautnar og á-
fengis. Þær sýna nautn þessara eiturlvfja eins og
sjálfsagðan hlut og fastan lið í lífi fínna manna.
Þegar þess er gætt, að fína fólkið í kvikmyndunum
fyllir huga íslenzkra unglinga þúsundum saman og
vekur þar löngum þrár fyrir því lífi, sem það lifir,
þá er það auðskilið, að kvikmyndahúsin reka álirifa-
Jiiikla auglýsingastarfsemi fyrir tóbaksverzlanir og
afengissölu. Þar með er það vitanlegt, að kvikmynd-
lraar verka stundum niðurbrjótandi á siðgæði áhorf-
endanna. Hvað sem hæft kann að vera i því, að þær
hafi beinlínis. þau áhrif, að svifta fólkið virðingu
fyrir mörgu þvi, sem ber uppi siðað mannfélag og
auka þannig afbrot og glæpi, er niðurstaðan nógu
leiðinleg. Við getum látið þær fullyrðingar liggja milli
hluta, Kvikmyndirnar eru samt að móta afbrotamenn
og grafa sundur grunn mannfélagsins, því að það er
staðreynd, að nálega hver einasti einn þeirra óláns-
manna, sem hér á landli villist inn í myrkvastofu
afbrota og glæpa, koma þar gegnurn forsal áfengis
og tóbaksnautnar. Vitnisburðir fangavarðar, lögreglu-
stjóra og ýmissa velmetinna lögregluþjóna liggja fyr-
ir þessu til sönnunar, vandlega rökstuddir. Verða þeir
ekki frekar raktir Iiér, en aðeins á þetta minnzt til
sönnunar þeirrar miklu siðferðilegu hættu, sem
skemmtanalifið býr vfir og m. a. i kvikmyndahúsun-