Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI keppninni, ineð því að sýna æsandi skrílmyndir, sem óþroskaðir áhorfendur gleyptu við, er tekin burtu, þar sem allir búa undir einni stjórn að þessu leyti. Hitt eru svo smámunir einir í þessu sambandi, þó að kvikmyndaráðið þyrfti að liafa fulltrúa sinn er- iendis til að fylgjast með kvikmyndastarfsemi þar, kynna sér myndir og semja við eigendur þeirra. Það myndi þó fljótleg'a koma í ljós, ef þessi leið yrði farin, að margir erfiðleikar rnættu. Framleið- endur kvikmynda eru margir, eins og aðrir fjárafla- rnenn, ófyrirleitnir og frekir, og kunnir að þvi að setja viðskiptamönnunum sínum ýmislega kosti. M. a. gera þeir oft þá kröfu, ef þeir lála frá sér góða mynd, að með benni sé tekin ein eða tvær, sem kalla má óþverra. Þó að vandaðri stofnanir stingi óþverr- anum undir stól, fylgir slíkri verzlun auðvitað mikill aukakostnaður og leiðindi, því að það er hverjum frjálsum manni andstyggð að kúgast til að kaupa það, sem hann hefur skönnn á og vill ekki sjá. En hér er þó ekki um annað að ræða en eina tegund þeirra erfiðleilea, sem eru hvarvetna á vegi sjálfstæðrar smá- þjóðar og sæmd hennar liggur við að hún sigrist á. Og ég held að lausn þessa máls liggi raunar ósköp heint við. Lélegar kvikmyndir og þorsti óþroskaðra áhorf- enda i þær er ekki sérmál íslendinga, heldur áhyggju- efni liugsandi manna um heim allan. Lausnin og sigurinn hlýtur þvi að liggja á sviði samvinnu þjóða i milli. íslendingar eiga hér að rétta hönd til sam- starfs til þeirra þjóðanna, sem fremst standa í menn- ingarlegri skipun félagsmálanna, þeim eru nánastar og þeir geta mest lært af, en það eru frændþjóðir þeirra á Norðurlöndum. I þvi sambandi er gott að minnast þess að Svíar munu standa framarlega i kvikmyndagerð frá hvaða sjónarmiði, sem á það er litið. Hygg ég, að tiltölulega auðvelt myndi reynast að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.