Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI lengur að dyljast þjóðinni, nú liafði hún það svart á hvítu hver liann var. Það var Steinn Sigurðsson skáld i Hafnarfirði, sem sendi útgefanda Stuðlamála þessar stökur Arnar, ásamt æviatriðum lians. Sjálfum hefði lionum elcki komið slíkt til liugar. Þetta ár, 1932, yrkir Magnús rímur sínar af Oddi sterka, sem siðar áttu eftir að bera nafn lians á ný með liljómmiklum hreim út yfir landið. Árið 1934, eða þegar Magnús stendur á fimmtugu, er liögum hans svo komið, að lil vandræða iiorfir. Hann er þrotinn að heilsu og hefir eklcert til að lifa af. En eðli hans leyfir elcki, að liann kvarti við neinn eða opinheri vandræði sín. Hann er staðráðinn í að þreyja í einrúmi þar til úr bætist eða yfir lýkur. Lund hans cr ósveigjanleg, í hágindum heldur hann óskertu sjálf- stæði sínu og stórlyndi. Það er ekki gott að gera sér i liugarlund, hver örlög þessa snillings hefðu orðið, ef vinur hans einn Iiefði ekki fundið það eina ráð sem sæmilegt var. Magnús hefði aldrei látið sér detta slíkt í hug, enda hefði þá margt verið breytt um skoðanir lians og álit á sjálfum sér, ef hann hefði gert það. Ráðið var, að hann sækti um skáldstyrk til Alþingis. Hann gat ekki fengið sig til þess, en að lokum leyfði hann einum vini sínum að reyna, hvort þetta mætti takast. En þegar vinur lians tekur að vinna að málun- um, getur skáldið fengið honum í Iiendur hið álirifa- mesta veganesti. Nú er kvæðið Stjáni blái dregið fram í dagsljósið, og það er eklcert efamál, að þetta snilld- arkvæði hafði úrslitaþýðingu fyrir framgang málsins. — Þá voru liðin ellefu ár siðan Illgresi kom út, og var hókin nú í fárra höndum. Örn Arnarson hafði gersam- lega týnzt þjóðinni, en ný skáld og rithöfundar höfðu risið upp og þjóðin hafði tekið við þau miklu ástfóstri og fengið á þeim tröllatrú. Og fjárveitingarvaldið hafði gert sitt: Mörg þeirra voru á ríflegum skáldalaunum. — — En þegar mönnum var sýnt lcvæðið Stjáni blái,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.